myndir úr ferðum

Á síðustu 10 árum höfum við farið ótal skemmtilegar ferðir, allt frá Úlfarsfelli til hæsta tinds Kilimanjaro. Við göngum allt árið, njótum náttúrunnar í góðum félagsskap.

Við sérhæfum okkur í ferðum á hæstu og erfiðustu tinda landsins en bjóðum einnig upp á æfingagöngur á lægri og auðveldari fjöll.

Toppahopp yfir Skarðsheiði

Ein stærsta ganga okkar þetta árið var farin laugardaginn 31. ágúst þegar gengið var yfir Skarðsheiðina frá norðri til suðurs. Rúmlega 20 km ganga á 10 klukkustundum með rúmlega 1400 metra hækkun. Toppuðum Skessuhorn 964 m, Skarðshorn, Heiðarhorn 1054 m og Skarðshyrnu 946 m. Krefjandi en heillandi ganga í gegnum grýtt undirlag þar sem tignarlegir

Lesa meira »

Smjörhnjúkar í sól og blíðu

Einn af þessum rjómadögum á fjöllum! Snilldarflott ganga á Smjörhnjúka (907 m.) og Tröllakirkju (932 m.) sem liggja rétt austan við Hítarvatn. Fengum bongó blíðu og útsýni hreint um allt. Rúmlega 7 klst. löng ganga – að meðtöldum löngum sólarpásum! Myndirnar tala sínu máli! 

Lesa meira »

Þverártindsegg

Ein allra flottasta fjallganga í 10 ára sögu Fjallafélagsins…það er bara þannig!58 Fjallafélagar ásamt 10 fararstjórum toppuðu Þverártindsegg í frábærum aðstæðum laugardaginn 11. maí. Það gekk allt upp hjá okkur þennan dag, allir fóru á toppinn og komu þreyttir en skælbrosandi aftur niður. Upplifunin var svo sterk í þessu magnaða umhverfi. Gangan upp á topp tók rúma

Lesa meira »

Árið kvatt á Úlfarfelli

GLEÐILEGT ÁR FJALLAFÓLK NÆR OG FJÆR!Fjallafélagar luku árinu með stæl á gamlársdag á Úlfarsfelli sem er löngu orðin hefð hjá okkur. Allir í hátíðarskapi og luku göngunni með því að skála og gæða sér á smákökum, hangikjöti, gröfnu lambi og öðrum kræsingum. Það var hvasst á toppnum en komið þetta fína veður í skóginum á

Lesa meira »

Kyrrlátt á Vífilsfelli

Hópurinn gekk á dögunum á Vífilsfell í einstakri veðurblíðu. Þessar skemmtilegu myndir tók Ingólfur Björn sem er að ljúka sínu fjórða ári með Fjallafélaginu. Þetta var næstsíðasta ganga ársins en að venju er gengið á Úlfarsfell á gamlársdag. Þetta var ein af þessum göngum þar sem enginn langaði til að fara heima eftir gönguna; það

Lesa meira »

Ævintýraferð Á Vestfirði

Helgina 9. til 12. ágúst lögðum við land undir fót og héldum til Vestfjarða. Tveir göngudagar voru skipulagðir. Fyrri daginn gengum við uppúr botni Dýrafjarðar upp á hápunkt Glámuhálendins sem heitir Sjónfríð og er í 920 m. yfir sjávarmáli. Þetta er falleg gönguleið þar sem öll flóran af vestfirsku ölpunum verður á vegi manns, allt

Lesa meira »