TOPPAÐU ÞIG MEÐ
fjallafélaginu
ÆFINGAR
Vikulegar æfingar Fjallafélagsins eru fyrir alla sem vilja nýta útivistina til að auka þol og styrk og byggja sig þannig upp fyrir stærri áskoranir. Æfingarnar eru jafnt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivistinni sem og þá sem lengra eru komnir. Við leggjum þannig áherslu á að hver og einn hreyfi sig á sínum forsendum. Við bendum byrjendum einnig á Grunnnámskeið Fjallafélagsins en ekki er skilyrði að hafa farið á þau til að mæta á æfingar.
Æfingarnar eru frábær leið til að æfa í hóp og fá fræðslu frá þjálfara um útivist.
Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18 og taka um 1-3 klst. og fara fram á höfuðborgarsvæðinu eða nágrenni þess. Æfingarnar eru allt árið um kring.


FJALLAFÉLAGIÐ
Einstaklega samheldinn og góður hópur sem elskar útiveru er það sem einkennir Fjallafélagið. Í gegnum samveruna út í náttúrunni upplifir fólk ævintýrin saman og vináttubönd myndast.
Bræðurnir Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafssynir standa á bak við Fjallafélagið en Haraldur Örn stofnaði félagið árið 2009.
Haraldur á að baki yfir 20 ára farsælan feril í fjallamennsku og heimskautaferðum en meðal leiðangra hans eru Mt. Everest, Norðurpóllinn, Suðurpóllinn, Aconcagua, Mt. McKinley, Elbrus, Kilimanjaro, Mt. Blanc og Grænlandsjökull.
Örvar hefur verið fararstjóri og verkefnastjóri hjá Fjallafélaginu síðan 2012 en einnig sinnt fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands síðan 2010. Fjallabakterían kviknaði fyrir alvöru þegar hann gekk yfir Vatnajökul 16 ára gamall og hefur hann sótt ýmis námskeið s.s. í jöklaleiðsögn, rötun og fyrstu hjálp í óbyggðum.


