VIÐ ERUM FJALLAFÉLAGIÐ

Fjallafélagið samanstendur af einstaklega samheldnum hóp sem elskar útiveru. Í gegnum samveruna út í náttúrunni upplifir fólk ævintýrin saman og vináttubönd myndast. Fyrirtækið er með ferðaskrifstofuleyfi og leggur áherslu á fagmennsku og öryggi í öllum ferðum og námskeiðum. Gott skipulag, skýr samskipti og metnaðarfullar og skemmtilegar ferðir og æfingar er okkar leiðarljós.

Bræðurnir Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafssynir standa á bak við Fjallafélagið. Það var árið 2010 sem Fjallafélagið bauð fyrst upp á skipulagða fjallgöngudagskrá. Hún kallaðist 9.000 metra áskorun og endaði með einhverri fjölmennustu göngu sem sögur fara af á Hvannadalshnjúk. Fjallafélagið hefur vaxið og dafnað og skipta göngurnar hundruðum innanlands sem og erlendis! 

Haraldur Örn á að baki yfir 20 ára farsælan feril í fjallamennsku og heimskautaferðum en meðal leiðangra hans eru Mt. Everest, Norðurpóllinn, Suðurpóllinn, Aconcagua, Mt. McKinley, Elbrus, Kilimanjaro, Mt. Blanc og Grænlandsjökull. Haraldur hefur um margra ára skeið verið fararstjóri hérlendis sem erlendis og hefur leitt fjölda hópa á hæstu tinda landsins en einnig á fjöll erlendis og má þar nefna Mt. Blanc, grunnbúðir Everest og Kilimanjaro.

Örvar Þór hefur verið fararstjóri og verkefnastjóri hjá Fjallafélaginu síðan 2012 en einnig sinnt fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands síðan 2010. Fjallabakterían kviknaði fyrir alvöru þegar hann gekk yfir Vatnajökul 16 ára gamall og hefur hann sótt ýmis námskeið s.s. í jöklaleiðsögn, rötun og fyrstu hjálp í óbyggðum. Örvar hefur ásamt Haraldi skipulagt og leitt hópa á Kilimanjaro og í grunnbúðir Everest. Þá eru hjólreiðar, skíði og fjallahlaup einnig í uppáhaldi hjá Örvari en hann hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Laugavegshlaupinu.

Bjarnþóra hóf störf á skrifstofu Fjallafélagsins 2022. Hún segist hafa verið sófakartafla til 2015 þegar hún hóf að stunda fjallgöngur. Þrátt fyrir að hafa byrjað seint að stunda útivist hefur hún sýnt að aldrei er of seint að byrja. Hún gekk með Fjallafélaginu í grunnbúðir Everest 2016, hefur gengið á Grænlandi og í kringum Mt.Blanc. Einnig hefur hún lokið hálfum og heilum Landvætti. Árið 2022 vann hún það afrek að synda boðsund yfir Ermarsund með fræknum hóp sem nefnist Bárurnar og vakt sú ferð verðskuldaða athygli.

STARFSFÓLK & FARARSTJÓRAR

Ása Björg Tryggvadóttir

Bára Mjöll Þórðardóttir

Bjarnþóra Egilsdóttir

Dögg Ármannsdóttir

Erlendur Pálsson

Eyrún Viktorsdóttir

Grétar Einarsson

Guðmundur Freyr Jónsson

Guðrún Árdís Össurardóttir

Guðrún Harpa Bjarnadóttir

Guðrún Ragna Hreinsdóttir

Haraldur Örn Ólafsson

Kolbrún Björnsdóttir

Rakel Mánadóttir

Þóra Tómasdóttir

Örvar Þór Ólafsson