VIÐ ERUM FJALLAFÉLAGIÐ

Einstaklega samheldinn og góður hópur sem elskar útiveru er það sem einkennir Fjallafélagið. Í gegnum samveruna út í náttúrunni upplifir fólk ævintýrin saman og vináttubönd myndast. Fyrirtækið er með ferðaskrifstofuleyfi og leggur áherslu á fagmennsku og öryggi í öllum ferðum og námskeiðum. Gott skipulag, skýr samskipti og metnaðarfullar og skemmtilegar ferðir og æfingar er okkar leiðarljós.

Bræðurnir Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafssynir standa á bak við Fjallafélagið. Það var árið 2010 sem Fjallafélagið bauð fyrst upp á skipulagða fjallgöngudagskrá. Hún kallaðist 9.000 metra áskorun og endaði með einhverri fjölmennustu göngu sem sögur fara af á Hvannadalshnúk. Síðan eru göngurnar á þriðja hundrað!

Haraldur á að baki yfir 20 ára farsælan feril í fjallamennsku og heimskautaferðum en meðal leiðangra hans eru Mt. Everest, Norðurpóllinn, Suðurpóllinn, Aconcagua, Mt. McKinley, Elbrus, Kilimanjaro, Mt. Blanc og Grænlandsjökull. Haraldur hefur um margra ára skeið verið fararstjóri hérlendis sem erlendis og hefur leitt fjölda hópa á hæstu tinda landsins en einnig á fjöll erlendis og má þar nefna Mt. Blanc, grunnbúðir Everest og Kilimanjaro.

Örvar hefur verið fararstjóri og verkefnastjóri hjá Fjallafélaginu síðan 2012 en einnig sinnt fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands síðan 2010. Fjallabakterían kviknaði fyrir alvöru þegar hann gekk yfir Vatnajökul 16 ára gamall og hefur hann sótt ýmis námskeið s.s. í jöklaleiðsögn, rötun og fyrstu hjálp í óbyggðum. Örvar hefur ásamt Haraldi skipulagt og leitt hópa á Kilimanjaro og í grunnbúðir Everest. Þá eru hjólreiðar, skíði og fjallahlaup einnig í uppáhaldi hjá Örvari en hann hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Laugavegshlaupinu. 

Fjallafélagið ehf

Kennitala: 560909-1010

Vsk nr: 12716

Heimilisfang: Skeifan 19, 108 Reykjavík

Netfang: fjallafelagid@fjallafelagid.is

Sími: 831 3033

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.