SKILMÁLAR

Bókun ferða og breytingar

Þátttökugjald skal greiða á heimasíðu félagsins um leið og bókað er. Fjallafélagið áskilur sér rétt til að aflýsa ferð/námskeiði ef ekki næst lágmarks þátttökufjöldi eða af öðrum ástæðum. Sé ferð/námskeiði aflýst er þátttökugjald endurgreitt að fullu. Fjallafélagið áskilur sér rétt til að gera fyrirvaralaust breytingar á auglýstri ferð eða námskeiði.

Fjallafélagið áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði ferðar eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð birtist vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Ennfremur áskilur Fjallafélagið sér rétt til þess að breyta verði ferðar vegna breytinga á eftirtöldum verðmyndunarþáttum:

  • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
  • Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum.
  • Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð.

Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum. 

Fjallafélagið tekur enga ábyrgð á þeim kostnaði sem til kann að falla vegna ófyrirsjáanlegra breytinga á flugi eða öðrum samgöngum í ferð.

Aldurstakmark í ferðir og námskeið Fjallafélagsins er 16 ára. 

Afbókunarskilmálar

Dagsferðir innanlands:

Endurgreitt er að fullu þegar affbókanir berast meira en 6 sólarhringum fyrir brottför dagsferðar eða fyrir upphaf námskeiðs. Afbókanir sem berast innan 6 sólarhringa fyrir brottför ferðar eða upphaf námskeiðs fást ekki endurgreiddar.

Lengri ferðir innanlands og utanlandsferðir:

Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óafturkræft ef meira en 5 dagar eru liðnir frá bókun. Að öðru leyti gilda eftirfarandi skilmálar.

100% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 60 dögum, eða fyrr, fyrir brottför ferðar.

75% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 30 – 59 dögum fyrir brottfarardag.

50% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 16 – 29 dögum fyrir brottfarardag.

25% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 3-15 dögum fyrir brottfarardag.

0% af virði ferðar fæst endurgreitt ef efbókun berst innan 2 daga fyrir brottfarardag.

Viðskiptavinum er bent á að kynna sér forfallatryggingar tryggingarfélaga og þær tryggingar sem innifaldar eru sé ferð greidd með greiðslukorti.

Áskrift

Við gerð samnings um áskrift er þátttakandi skuldbundinn til að greiða áskriftargjald í 12 mánuði frá gerð samnings. Áskrift er ótímabundin og lýkur í lok þess tímabils sem henni er sagt upp eftir að binditíma lýkur. Fjallafélagið eru ekki skyldug til að endurgreiða áskrift eftir að búið er að greiða. Ekki er leyfilegt að færa áskrift yfir á annan einstakling en þann sem skráður er. Hámarksfjöldi er á æfingum Fjallafélagsins. Fjallafélagið er ekki skuldbundið til að endurgreiða ákskriftargjald þó að einstakar æfingar séu fullbókaðar.

Ábyrgð og tryggingar

Þátttakendum í ferðum Fjallafélagsins ber að fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum fararstjóra félagsins. Þátttakendum er bent á að áhætta felst í að stunda fjallgöngur, hjólreiðar, skíði og aðra útivist og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðum og námskeiðum. Fjallafélagið tekur ekki ábyrgð á slysum né heilsubresti viðskiptavina. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum/námskeiðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.

Birting myndefnis

Með þátttöku í ferðum og námskeiðum Fjallafélagsins samþykkja þátttakendur að Fjallafélaginu sé heimilt að taka ljósmyndir og myndbönd af þátttakendum til að nota í prentmiðlum, á heimasíðu og samfélagsmiðlum. Þátttakandi getur þó ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst þess efnis á fjallafelagid@fjallafelagid.is.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Fjallafélagsins á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.