myndir úr ferðum

Á síðustu 10 árum höfum við farið ótal skemmtilegar ferðir, allt frá Úlfarsfelli til hæsta tinds Kilimanjaro. Við göngum allt árið, njótum náttúrunnar í góðum félagsskap.

Við sérhæfum okkur í ferðum á hæstu og erfiðustu tinda landsins en bjóðum einnig upp á æfingagöngur á lægri og auðveldari fjöll.

Reykjafell

Fjallafélagar þrömmuðu á Reykjafell í Mosfellsbæ í góðu veðri miðvikudagskvöldið 2. mars.

Lesa meira »

Fyrsta gangan – Akrafjall

Það var ekki beint bjart útlitið á bílastæðinu við Akrafjall í fyrstu göngu ársins. Gríðarlega þykkt og mikið snjóél var nýbyrjað að blása snjónum yfir svæðið. Klukkan orðin 10 á laugardagsmorgni og ennþá hálfgert myrkur. Hópurinn samankominn í fyrstu göngu ársins, það var ekkert annað að gera en að kýla á það og vona það

Lesa meira »

Álútur

Flott og fjölbreytt glaugardagsganga um rjúkandi dali og fjöll með alls konar skrýtnum nöfnum sem liggja ofan við Hveragerði. Við gengum fyrst upp Grændalinn, hækkuðum okkur þaðan í austurátt og upp á Kló (eða Klóarfjall). Þar var frábært útsýni yfir á Þingvelli og víðar. Síðan var haldið á hæsta punkt dagsins, fjallið Álút sem er

Lesa meira »

Steinafjall undir Eyjafjöllum

Hópurinn gekk á Steinafjall undir Eyjafjöllum laugardaginn 8. júní en fjallið er rétt vestan við Þorvaldseyri. Mjög fáfarið fjall af göngufólki enda ekki beint árennilegt á að líta; brattar hlíðar, klettar og risastór björg hvert sem litið er þegar horft er á fjallið frá þjóðveginum. En leiðin þennan dag var vörðuð snilldarlega vel af Hermanni Árnasyni

Lesa meira »

Dyrföll og Snæfell

Að taka eitthvað að “stóru” fjöllunum á Austurlandi er eitthvað sem hefur lengi blundað í okkur Fjallabræðrum…og nú gerðist það! Um verslunarmannahelgina var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, Dyrfjöll og Snæfell skyldi það vera!  Það er allt stórt við að skipuleggja svona ferð: hópurinn er stór, fjallgöngunar eru stórar og ferðalagið

Lesa meira »

Elliðatindar á Snæfellsnesi

Elliðatindar á Snæfellsnesi var ein af þessum “nýju” göngum þetta árið. Tindarnir eru sunnan megin á Nesinu, nánar tiltekið austast í Staðarsveitinni. Elliðahamarinn er einkennandi fyrir þetta svæði; stórglæsilegur lóðréttur bergveggur sem stendur fremst á fjallsbrúninni en Elliðatindarnar sjálfir eru ofar og handan við hamarinn. Eftir að hafa lyft okkur upp á brúnirnar fyrir ofan

Lesa meira »