BÚNAÐARLISTI FYRIR ALMENNA FERÐ

Útbúnaður fyrir almennar dagsferðir getur verið nokkuð breytilegur eftir hvaða gönguleið og árstími eiga í hlut. Eftirfarandi búnaður er nauðsynlegur í flestum ferðum okkar.

  • Gönguskór
  • Lítill bakpoki
  • Jakki úr vind- og vatnsheldu öndunarefni
  • Buxur úr vind- og vatnsheldu öndunarefni
  • Flíspeysa
  • Göngubuxur
  • Hlý nærföt
  • Húfa
  • Vettlingar
  • Göngusokkar
  • Legghlífar
  • Göngustafir
  • GSM-sími
  • Hleðslubanki og snúra
  • Höfuðljós (yfir vetrartímann)
  • Hálkubroddar (yfir vetrartímann)
  • Nesti

ÚTBÚNAÐARLISTI FYRIR JÖKLAFERÐ

Listinn gildir fyrir Hvannadalshnúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg, Eyjafjallajökul og aðrar erfiðari göngur okkar.

  • Vandaðir gönguskór með góðum sóla
  • Bakpoki
  • Sólgleraugu
  • Skíðagleraugu
  • Sólaráburður
  • Varasalvi með sólvörn
  • Jakki úr vind- og vatnsheldu öndunarefni
  • Buxur úr vind- og vatnsheldu öndunarefni
  • Flíspeysa
  • Göngubuxur
  • Langerma nærbolur, helst úr ull 
  • Síðar nærbuxur, helst úr ull 
  • Létt dún/fiber úlpa
  • Húfa
  • Vettlingar
  • Göngusokkar
  • Legghlífar
  • Göngustafir
  • GSM-sími
  • Hleðslubanki og snúra
  • Hælsærisplástur

Öryggisbúnaður:

  • Mannbroddar
  • Klifurbelti
  • Læst karabína
  • Ísöxi

Drykkir og nesti:

Drykkir 2 til 3 lítrar. Mælt er með einum lítra af heitu, t.d. kakó eða te. Aðrir drykkir geta t.d. verið orkudrykkur, ávaxtasafi eða vatn.

Nesti getur t.d. verið fjórar flatkökur með hangikjöti, einn kexpakki og súkkulaðistykki.