Álútur

Flott og fjölbreytt glaugardagsganga um rjúkandi dali og fjöll með alls konar skrýtnum nöfnum sem liggja ofan við Hveragerði.

Við gengum fyrst upp Grændalinn, hækkuðum okkur þaðan í austurátt og upp á Kló (eða Klóarfjall). Þar var frábært útsýni yfir á Þingvelli og víðar. Síðan var haldið á hæsta punkt dagsins, fjallið Álút sem er 497 metra hár. Þar voru allir brosandi og enginn álútur. Ofan af Álút fórum við niður í Gufudalinn og þræddum hann í djúpum snjó alla leið heim í bílana. Fjölbreytt og skemmtilegt landslag á þessu slóðum sem er gaman að skoða. Eins og alltaf þarf að fara varlega í kringum viðkvæm hverasvæði. Á leiðinni var mikið af nýjum snjó sem þurfti að troða á stundum langt upp fyrir hné.

Gangan var alls 12 km með uþb 600 metra uppsafnaðri hækkun á rétt rúmum 5 klst. Sankallaður laugardagur til lukku!