utanlandsferðir
Fjallafélagið ehf. hefur það markmið að skipuleggja vandaðar og umfram allt skemmtilegar fjallaferðir. Fagmennska á öllum sviðum er leiðarljósið okkar. Við leggjum metnað okkar í að fjallafélagar njóti ferðarinnar með okkur og upplifi samspil manns og náttúru á sterkan og jákvæðan hátt.
Við sérhæfum okkur í ferðum á hæstu og erfiðustu tinda landsins en bjóðum einnig upp á æfingagöngur á lægri og auðveldari fjöll.