FJALLGÖNGUÁSKORUN 2021

Fullbókað

FJALLGÖNGUÁSKORUNIN Í HNOTUSKURN

Fjallgönguáskorun Fjallafélagsins er gönguhópur sem gengur saman allt árið um kring. Þeir sem þegar eru í hópnum eiga forgang á skráningu. Hámarksfjöldi er 80. Í hverjum mánuði eru tvær göngur, miðvikudagskvöld og laugardagur. Á tímabilinu maí til ágúst förum við stundum lengri ferðir um helgar og er þá gist eina eða fleiri nætur.

Það var árið 2010 sem Fjallafélagið bauð fyrst upp á skipulagða fjallgöngudagskrá. Hún kallaðist 9.000 metra áskorun og endaði með einhverri fjölmennustu göngu sem sögur fara af á Hvannadalshnúk. Síðan eru göngurnar á þriðja hundrað!

Bræðurnir Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafssynir munu sem fyrr leiða ævintýraþyrst fjallafólk upp um alla koppa og grundir ásamt öðrum þaulvönum leiðsögumönnum. Einstaklega samheldinn og góður hópur sem elskar útiveru er það sem einkennir Fjallagönguáskorunina. Í gegnum samveruna á fjöllum upplifir fólk ævintýrin saman og vináttubönd myndast.

Á dagskránni eru alltaf spennandi fjallgönguverkefni sem Fjallafélagið hefur ekki farið á áður.  Dagskráin er mjög fjölbreytt þar sem við göngum jafnt á þekkt sem og minna þekkt fjöll – góð blanda af erfiðleikastigum þar sem við njótum útiverunnar og félagsskaparins í botn!

Fjallgönguáskorunin höfðar til þeirra sem vilja gera útivist og fjallgöngur að lífsstíl og halda sér þannig gangandi allt árið. Nokkur verkefnin eru krefjandi sem kallar á gott líkamlegt ástand. Gönguhraði er þó stilltur af eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

INNIFALIÐ Í VERÐI

DAGSKRÁ 2021

DagsetningDagurVerkefniHæðHækkunLengd
16.1.2021LaugardagurAkrafjall6435837 km
10.2.2021MiðvikudagurFjallafélagshringurinn í Esju4665158 km
13.2.2021LaugardagurFagradalsfjall Reykjanesi38540010 km
10.3.2021MiðvikudagurMúlafjall frá Brynjudal4054238 km
13.3.2021LaugardagurSkálatindur / Esjuhorn909110015 km
7.4.2021MiðvikudagurKistufell Esju frá Gunnlaugsskarði8018159 km
10.4.2021LaugardagurHeiðarhorn í Skarðsheiði1086105015 km
5.5.2021MiðvikudagurHúsfell í Garðabæ3782706 km
8.5.2021LaugardagurÖrninn Snæfellsnesi1651170020 km
2.6.2021MiðvikudagurIngólfsfjall6554156 km
5.6.2021LaugardagurTindfjallajökull og Ýmir88085014 km
30.6.2021MiðvikudagurGrænavatnseggjar, Spákonuvatn og Sog150188010 km
3.7.2021HelgarferðLómagnúpur og Núpsstaðaskógur   
31.7.2021VerslunarmannahelgiNorðurfjörður á Ströndum, Lambatindur og Kálfatindar8076708 km
25.8.2021MiðvikudagurHátindur í Esju11867207 km
28.8.2021LaugardagurHvítmaga og Sólheimajökull3353008 km
22.9.2021MiðvikudagurÞverfell og Gljúfurdalur Esju842150017 km
25.9.2021LaugardagurHafursfell Snæfellsnesi8518057 km
20.10.2021MiðvikudagurSköflungur í Grafningi87775010 km
23.10.2021LaugardagurHafnarfjall hringleið3392906 km
17.11.2021MiðvikudagurHelgafell ofan Hafnarfjarðar5504507 km

20.11.2021

31.12.2021

Laugardagur

Gamlársdagur

Hrómundartindur

Úlfarsfell

2952805 km

Ekki er hægt að kaupa stakar ferðir.   Athugið að mörg stéttarfélög og fyrirtæki veita styrk gegn framvísun á kvittun frá Fjallafélaginu. 

Nánari upplýsingar

Miðvikudagsgöngurnar munu hefjast kl. 18:00 og laugardagsgöngurnar kl. 10:00 nema annað sé tekið fram. Hópurinn hittist við upphafsstað göngunnar á miðvikudögum. Á laugardögum verður í boði að hittast á höfuðborgarsvæðinu á fyrirfram ákveðnum stað og sameinast í bíla. Ítarlegar upplýsingar eru sendar í tölvupósti fyrir hverja göngu. Ef veðurspá er óhagstæð og áberandi betra veðri spáð daginn eftir mun ferðum í einhverjum tilvikum vera frestað um einn dag. Þannig getur miðvikudagsganga orðið fimmtudagsganga og laugardagsganga orðið sunnudagsganga. Einnig kann í einhverjum tilvikum að vera nauðsynlegt að gera aðrar breytingar á dagskránni svo sem að ganga á annað fjall en upphaflega var áætlað eða að fella göngu niður vegna óhagstæðra skilyrða nokkra daga í röð. Tilkynningar verða sendar til þátttakenda um hádegi daginn fyrir göngu og þurfa því þátttakendur ávallt að fylgjast með tölvupósti sínum. Einnig er Facebook hópur notaður til samskipta.

Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.

Fyrir hverja?

Fjallgönguáætlunin hentar öllum sem vilja stunda útivist og fjallgöngur allt árið. Sumar göngurnar eru nokkuð krefjandi en allir hraustir einstaklingar sem eru í ágætri þjálfun ráða vel við verkefnin. Engu að síður gerir Fjallafélagið þá lágmarkskröfu til getu þátttakenda að þeir geti haldið í við hópinn á rólegri göngu.  

Öryggismál, tryggingar og skilmálar

Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum Fjallafélagsins. Farið verður yfir öryggismál á undirbúningsfundi og við upphaf ferðar.  Í ákveðnum göngum er skylda að vera með viðeigandi jöklabúnað (ísöxi/jöklabrodda/belti) og verður send út tilkynning um slíkt með fyrirvara.

Mikilvægt er að þátttakendur taki vel eftir þessum atriðum og fari eftir leiðbeiningum fararstjóra. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðunum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar.  Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir 1. febrúar.

MYNDIR

GERAST FJALLAFÉLAGI