Að taka eitthvað að “stóru” fjöllunum á Austurlandi er eitthvað sem hefur lengi blundað í okkur Fjallabræðrum…og nú gerðist það! Um verslunarmannahelgina var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, Dyrfjöll og Snæfell skyldi það vera!
Það er allt stórt við að skipuleggja svona ferð: hópurinn er stór, fjallgöngunar eru stórar og ferðalagið er stórt og langt! En þessi snilldargóði og samstillti hópur átti svo sannarlega frábæra daga austur á Héraði. Dyrfjöll á laugardeginum og Snæfell á sunnudeginum. Það er skemmst frá því að segja að veðrið lék við okkur í báðum göngunum þrátt fyrir að vakna í lágskýjuðu og þoku á tjaldstæðinu en hópurinn var með bækistöðvar sínar á tjaldstæðinu við Végarð.