Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Krefjandi ferđ á Ljósufjöll

Krefjandi ferđ á Ljósufjöll


Ein af stærstu fjallgöngum ársins var á dagskránni okkar laugardaginn 8. apríl.  Ljósufjöll á Snæfellsnesi er rúmlega 1000 m hár fjallaklasi en þar standa hæst tindarnir þrír: Miðtindur (1045 m), Bleikur (1021 m) og Gráni (1001 m).  Keilulaga og ljósir á lit minna þeir mikið á Baulu í Borgarfirði en Fjallafélagið fór í eftirminnilega ferð á það fjall árið 2014.  Skyrtunna nágranni þeirra norðan megin.  

Eins og venjulega spilar veðrið stóra rullu en þetta reyndist 3. gangan í röð sem við frestum um einn dag til að hitta á betri dag.  Hópurinn lagði í gönguna uppúr kl. 10 sunnudaginn 9. apríl frá Minni Borg á sunnanverðu Snæfellsnesi í kaldri norðangolu.  Allur fjallgarðurðurinn hulinn í gráum skýjum en veðurspáin gaf von um að það myndi létta til síðar um daginn og vindurinn átti að ganga smám saman niður. 

Um það bil 6-7 km ganga er að fjöllunum þar sem brattinn byrjar fyrir alvöru.  Norðanvindurinn var enn á sínum stað með lítilsháttar snjókomu.  Við gengum vestan megin við fjallgarðinn á hæsta tindinn sem er Miðtindur.  Framundan var brattur hryggur upp til hægri sem við þurfum að komast upp en hann myndi leiða okkur á tindinn.  Hér fór allur hópurinn í línu enda full ástæða til að fara varlega í svona miklum bratta og skyggnið var takmarkað.  Uppgangan gekk vel og fjallageiturnar nutu ævintýrisins þótt útsýninu væri ekki til að dreifa.  Síðustu skrefin upp á hrygginn voru snarbrött en Haraldur Örn hjó spor til þess að brúa síðasta spölinn.  

Eftir að hafa prílað upp á hrygginn var ekkert annað að gera en að fylgja honum ævintýralega leið á toppinn þar sem krækja þurfti fyrir nokkra vindbarða og hrúfja ísköggla.  Rólega en örugglega gengum við síðustu sporin á toppin og var gleðin mikil að hafa náð takmarkinu.  Plássið á toppnum var ekki meira en svo að ein lína komst fyrir í einu.  Svo mættust línurnar og fóru koll af kolli á toppinn - allir með bros á vör!  Við stöldruðum ekki lengi á toppnum og létum okkur nægja að ímynda okkur hvernig Snæfellsnes, Breiðafjörðurinn og Barðaströndin líta út frá þessu sjónarhorni!  

Þessi 20 km langa og 9 klukkustunda var sannkallað ævintýri sem sýndi og sannaði að hópurinn er klár í næsta stóra ævintýri: Sveinstind sem er annar hæsti tindur Íslands. 

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli