Þverártindsegg 22.4.2023
20-23. apríl 2023
Þverártindsegg er eitt af flottustu fjöllum landsins. Hún er í útjaðri Vatnajökuls og gnæfir tignarleg yfir Kálfafellsdal í Suðursveit. Gangan er nokkuð brött í byrjun en liggur síðan upp jökul með þægilegum halla upp á hæsta tindinn. Leiðin er 17 km og hækkun 1700 m.
Brottför ræðst af veðurspá
Við leggjum mikið upp úr að fara í sem bestu veðri á toppinn. Því þurfa þátttakendur að taka frá dagana 20. til 23. apríl. Frí er á sumardaginn fyrsta sem er fimmtudagur og þarf að gera ráð fyrir fríi á föstudeginum. Lagt er af stað úr bænum síðdegis daginn fyrir uppgöngudag. Ekið er heim daginn eftir uppgöngu og þurfa þátttakendur því að vera tilbúnir að mæta heim í síðasta lagi um hádegi á mánudeginum. Athugið að gjald er ekki endurgreitt ef einhver þessara daga henta ekki.
Við munum gefa út upplýsingar um veðurútlit og líklegan uppgöngudag að morgni þriðjudagsins fyrir göngu.
Fararstjórn
Haraldur Örn Ólafsson ásamt fleiri fararstjórum Fjallafélagsins.
Gisting
Hver og einn þátttakandi sér um gisingu en Fjallafélagið mun benda á þann gistimöguleika sem best hentar.
Búnaður
Ísöxi, jöklabroddar, klifurbelti með karabínu og hjálmur er skylda. Einnig þarf að hafa með höfuðljós. Nánari upplýsingar um búnað er að finna á: ÚTBÚNAÐARLISTI FYRIR JÖKLAFERÐ
TÍMALENGD
8-10 klst.
TEGUND FERÐAR
Jöklaganga
INNIFALIÐ
Leiðsögn
ERFIÐLEIKASTIG
VERÐ
29.000 kr.
Availability: In stock
DAGSKRÁ
20-23. apríl 2023
Lagt er af stað snemm að morgni uppgöngudags og ekið er inn Kálfafellsdal.
Ekið verður á einkajeppum að uppgöngustað en einnig er hægt að bóka flutning en þá er greitt aukalega fyrir það.
Gangan tekur 8 til 10 tíma.