Þriggja daga safari eftir Kilimanjaro 30. janúar 2025

30.01.2025

Fjallafélagið býður upp á þriggja daga safari ferð eftir Kilimanjaro ferð í janúar/febrúar 2025. Þessi ferð er einstakt tækifæri til að sjá villt dýr Afríku í sínu náttúrulega umhverfi. Hápunkturinn í þessari ferð er að upplifa Ngorongoro verndarsvæðið sem er einstakt á heimsvísu.

Verð kr. 139.000,-.

Innifalið:

  • Þriggja daga safari
  • Allur akstur. Safari er á sérhönnuðum safari jeppum
  • Sérhæfður safari leiðsögumaður
  • Aðgangseyrir að öllum þjóðgörðum
  • Gisting í tvær nætur
  • Matur eins og segir í lýsingu

Ekki innifalið:

  • Tryggingar
  • Persónuleg útgjöld
  • Aðgangur að Maasai þorpi (valkvæð heimsókn)
  • Þjórfé til leiðsögumanns og bílstjóra

Bókun
Hægt er að bóka ferðina með því að smella á „Bóka ferð“ og greiða staðfestingargjald. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallafelagid@fjallafelagid.is. Staðfestingargjald er kr. 45.000.

Skilmálar
Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/

TÍMALENGD

3 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

kr. 139.000

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

30. janúar – Tarangire þjóðgarðurinn

Við ökum til Arusha þar sem við hittum leiðsögumenn okkar. Við ökum af stað á jeppum sem eru sérhannaðir fyrir safari ferðir og hægt er að hækka þakið til að horfa á dýrin í návígi án þess að vera í hættu. Leið okkar liggur um sléttur þar sem Maasai ættbálkurinn býr og áfram í Tarangire þjóðgarðinn sem er þriðji stærsti þjóðgarður Tansaníu. Hann er frægur fyrir sérstaklega stór Baobab tré og stóra fíla. Þarna er mikill fjöldi dýra svo sem ljón, tígrisdýr, blettatígrar, sebrahestar, gnýir, buffalar, gírafar og apar. Mikið er um antilópur, m.a. hinar sjalgæfu Oryx og Hirola og margar sjaldgæfar fuglategundir. Sum dýrin er erfitt að finna en leiðsögumaður okkar mun vísa okkur veginn en heppni spilar alltaf hlutverk í því hvað ber fyrir augu. Í lok dags ökum við á gististaðinn okkar í Karatu. Innifalið er picnic hádegisverður og kvöldverður.

31. janúar Ngorongoro gígurinn

Við leggjum aftur af stað eftir góðan morgunverð og höldum nú í hinn fræga Ngorongoro gíg sem er heimkynni ótal dýrategunda og skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Gígurinn er gríðarstór og oft lýst sem eitt af undrum veraldar. Við eigum möguleika á að sjá ljón, fíla, sebrahesta, flóðhesta, flamingo fugla, nashyrninga, antilópur og fjölda annarra tegunda. Þetta er einn af fáum stöðum í heiminum þar sem hægt er að sjá svartan einhyrning. Í lok dags förum við aftur á gististaðinn okkar í Karatu. Allar máltíðir eru innifaldar.

1. febrúar Listagallery og Kilimanjaro flugvöllur

Um morguninn kynnumst við list og handverki heimamanna en höldum svo baka á Kilimanjaro flugvöll. Innifalið er morgunverður og hádegisverður.