Sigling út í Drangey 30.júní

30.6.2024

Upplýsingar um siglinguna út í Drangey sunnudaginn 30.júní.

  • Verð á mann er 17.000 kr., greitt á staðnum
  • Vinsamlega bókið fyrir 20.júní nk.
  • Báturinn tekur 19 farþega
  • Í boði verða 2-3 brottfarir, fer eftir þátttöku, kl 9 og 10 (og kl.11 til vara)

 

TÍMALENGD

1 dagur

TEGUND FERÐAR

Dagsferð innanlands

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

kr. 17.000

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Drangeyjarferð  inniheldur siglingu, göngu, fuglaskoðun, frábært útsýni og íslenska sögu og náttúru.

Siglingin út í Drangey tekur ca. 30.mínútur. Stoppað er við „Kerlinguna“ og siglt meðfram eynni. Í Drangey er farið í land og gengið upp, reipi er alla leið til að styðja sig við. Allir geta gengið á sínum hraða. Þegar upp er komið fá gestir létta hressingu í Drangeyjarskálanum og svo er labbað um eyjuna og helstu staðir skoðaðir með leiðsögn.

-Ferðin í heild sinni tekur ca. 4 klst.

-Gangan upp er „miðlungs erfið“ -allt annað í ferðinni telst „auðvelt“

-Ferðin hentar fólki á öllum aldri. Gangan upp getur þó reynst erfið þeim sem eiga erfitt með gang eða eru lofthræddir.

Bóka þarf í ferðina fyrirfram!

-Siglt er frá smábátahöfninni á Sauðárkróki

-Verð; Fullorðnir: 17.000 kr. 

Nánari upplýsingar: https://www.drangey.net/heim