Partial test

Mont Blanc hringurinn (Tour du Mont Blanc eða TMB) er ein vinsælasta gönguleið Alpanna og ekki að ástæðulausu. Hún býður upp á einstaka náttúrufegurð og óviðjafnanlegt útsýni. Grænir dalir, fjallaskörð, jöklar og glæsilegir tindar er meðal þess sem ber fyrir augu. Þessi ferð er skemmtileg blanda af stuttbuxnaferð og jöklaferð og allt þar á milli. Einnig eru mörg tækifæri til að njóta franskrar og ítalskrar menningar í mat og drykk.

Í þessari ferð förum við besta hluta TMB hringsins frá Chamonix til Courmayeur og áfram að landamærum Sviss. Hápunktur ferðarinnar er svo ganga á jökli innan um fjallarisa og komumst við þá í beina snertingu við fjallið hvíta eins og Mont Blanc er nefnt.

Ferðin verður farin 6. – 13. ágúst 2022 og eru gengnar fimm dagleiðir af Mont Blanc hringnum og er hæst farið í 2.500 m. í fjallaskörðum.  Við höldum síðan í kláfi frá Courmayeur og yfir fjallgarðinn og komum við á tindi Aiguille du Midi 3.842 m. Síðan förum við í magnaða jöklagöngu frá Pointe Helbronner í 3.400 m. hæð.

TÍMALENGD

TEGUND FERÐAR

INNIFALIÐ

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

295000

DAGSKRÁ

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.