Mount Meru, safari og Zanzibar 1.2.2025

1.2.2025

Hið forna eldfjall Mount Meru (4.566m) er eitt af hæstu fjöllum Afríku og gnæfir tignarleg yfir sléttum Afríku eins og nágranni þess Kilimanjaro. Það er einstakt ævintýri að ganga á fjallið og góður valkostur fyrir þá sem vilja upplifa undur Afríku. Farið er um ólík gróðurbelti og er landslagið því síbreytilegt. Við getum átt von á því að sjá villt dýr svo sem gíraffa og vatnabuffala og því fylgir hópnum vopnaður vörður. Gangan á fjallið tekur fjóra daga og er gist þrjár nætur í skálum. Á tindinum er einstakt útsýni yfir sléttur Afríku til Kilimanjaro.

Eftir gönguna er haldið í safari leiðangur þar sem gefst einstakt tækifæri til að sjá villt dýr Afríku í sínu náttúrulega umhverfi. Við byrjum á að heimsækja Tarangire þjóðgarðinn og daginn eftir hinn heimsþekkta gíg Ngorongoro. Við eigum möguleika að að sjá ljón, tígrisdýr, blettatígra, fíla, gíraffa, flóðhesta, nashyrninga, antilópur, sebrahesta, gnýi, buffala, apa og mörg fleiri dýr.

Í síðasta hluta ferðarinnar heimsækjum við kryddeyjuna Zanzibar þar sem einhverjar fegurstu pálmastrendur heims er að finna.

Fararstjóri:

Kolbrún Björnsdóttir

Hámarksfjöldi:

Lágmarksfjöldi er 8
Hámarksfjöldi er 15

Innifalið
 • Íslensk fararstjórn
 • Akstur til og frá  Kilimanjaro flugvelli við komu og brottför m.v. þau flug sem við mælum með
 • Akstur til og frá flugvellinum á Zanzibar m.v. þau flug sem við mælum með
 • Hótel í Arusha í tvær nætur í tveggja manna herbergjum
 • Gisting í skálum á Mount Meru
 • Hótel í safari ferð í tvær nætur í tveggja manna herbergjum
 • Hótel á Zanzibar í fimm nætur í tveggja manna herbergjum
 • Öll þjónusta og sameiginlegur búnaður á Mount Meru fjalli þmt. innlendir leiðsögumenn, vörður, kokkur og burðarmenn
 • Þjóðgarðsgjöld á Mount Meru
 • Þriggja daga safari ferð í sérútbúnum bílum
 • Aðgangur að þjóðgörðum í safari ferð
 • Matur samkvæmt lýsingu
 • Þjóðgarðsgjöld

Í verðinu er ekki innifalið:

 • Flug til og frá Tansaníu
 • Flug til Zanzibar
 • Vegabréfsáritun
 • Persónulegur búnaður
 • Ferða-, slysa- og farangurstrygging
 • Þjórfé, drykkir og önnur persónuleg eyðsla
 • Hádegis- og kvöldverðir sem ekki er getið í lýsingu
 • Akstur til og frá flugvelli ef flogið er með öðrum flugum en við mælum með
 • Önnur þjónusta/afþreying sem ekki er tekin fram í leiðarlýsingu.

Flug er ekki innifalið í ferðinni og sér hver og einn þátttakandi um að bóka flug til Kilimanjaro airport og til baka. Fjallafélagið mun benda á ákveðin flug sem henta frá Íslandi.

Tryggingar:

Þátttakendur sjá sjálfir um að kaupa forfalla- og ferðatryggingu. Fjallafélagið mælir með að þátttakendur kaupi sérstaka forfallatryggingu um leið og ferðin er bókuð. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að tryggingin nái yfir kostnað við ferðina í heild sinni (ekki aðeins yfir fargjald og gistikostnað).

Bókun:

Hægt er að bóka ferðina með því að smella á “Bóka ferð” og greiða staðfestingargjald. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallafelagid@fjallafelagid.is. Staðfestingargjald er kr. 45.000. Fjallafélagið sendir póst til þátttakenda þegar lágmarksþátttöku hefur verið náð og bröttför staðfest.

Skilmálar:

Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/

TÍMALENGD

13 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

495.000 kr.

Availability: In stockProduct price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

1. dagur, laugardagur 1. febrúar

Miðað er við að þátttakendur fljúgi frá Íslandi 18. janúar. Flugið er ekki innifalið en Fjallafélagið mun benda á tiltekna flugleið fyrir þá sem vilja ferðast saman. Komið til Kilimanjaro flugvallar í Tanzaníu. Akstur frá flugvelli á hótel og gist þar eina nótt.
Innifalið: Akstur og gisting á hóteli.

2. dagur, sunnudagur 2. febrúar

Ekið frá hóteli að Momella hliðinu þar sem gangan hefst eftir að við höfum gengið frá skráningu inn í Arusha þjóðgarðinn. Við eigum möguleika á að sjá dýr svo sem gíraffa og vatnabuffala og því fylgir okkur vopnaður vörður. Eftir tveggja tíma göngu borðum við hádegisverð við Maio fossana. Síðan höldum við áfram að Miriakamba skálanum sem er í 2.500m hæð. Ganga dagsins eru um 6 klst.
Innifalið: Akstur frá hóteli að upphafsstað göngu, allar máltíðir, gisting í skála.

3. dagur, mánudagur 3. febrúar

Eftir morgunverð í Miriakamba skálanum höldum við af stað upp fjallið. Gróðurinn tekur stöðugum breytingum eftir því sem við hækkum okkur. Ganga dagsins endar í Saddle skálanum sem er í um 3.500m hæð og er ganga dagsins um 5 klst. Í boði er að bæta við göngu seinnipartinn á Litla Meru sem er 3.820m hátt.
Innifalið: Gisting í skála og allar máltíðir.

4. dagur, þriðjudagur 4. febrúar

Nú er komið að því að ganga á hæsta tind Meru fjalls. Við höldum snemma frá Saddle skálanum með höfuðljós. Eldfjallalandslagið minnir okkur jafnvel á heimaslóðir. Eftir um 5 tíma göngu náum við tindi Meru sem er 4566m. Og síðan er gengið aftur niður í Miriakamba skálann. Ganga dagsins er um 6-7 klst.
Innifalið: Gisting í skála, allar máltíðir.

5. dagur, miðvikudagur 5. febrúar

Gengið niður að Momella hliðinu (sem er upphafsstaður göngu) og ekið á hótelið okkar og gist í eina nótt.
Innifalið: Morgunverður, akstur á hótel, gisting á hóteli.

6. dagur, fimmtudagur 6. febrúar

Við ökum af stað á jeppum sem eru sérhannaðir fyrir safari ferðir og hægt er að hækka þakið til að horfa á dýrin í návígi án þess að vera í hættu. Leið okkar liggur um sléttur þar sem Maasai ættbálkurinn býr og áfram í Tarangire þjóðgarðinn sem er þriðji stærsti þjóðgarður Tansaníu. Hann er frægur fyrir sérstaklega stór Baobab tré og stóra fíla. Þarna er mikill fjöldi dýra svo sem ljón, tígrisdýr, blettatígrar, sebrahestar, gnýir, buffalar, gírafar og apar. Mikið er um antilópur, m.a. hinar sjalgæfu Oryx og Hirola og margar sjaldgæfar fuglategundir. Sum dýrin er erfitt að finna en leiðsögumaður okkar mun vísa okkur veginn en heppni spilar alltaf hlutverk í því hvað ber fyrir augu. Í lok dags ökum við á gististaðinn okkar í Karatu.
Innifalið er picnic hádegisverður og kvöldverður.

7. dagur, föstudagur 7. febrúar

Við leggjum aftur af stað eftir góðan morgunverð og höldum nú í hinn fræga Ngorongoro gíg sem er heimkynni ótal dýrategunda og skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Gígurinn er gríðarstór og oft lýst sem eitt af undrum veraldar. Við eigum möguleika á að sjá ljón, fíla, sebrahesta, flóðhesta, flamingo fugla, nashyrninga, antilópur og fjölda annarra tegunda. Þetta er einn af fáum stöðum í heiminum þar sem hægt er að sjá svartan einhyrning. Í lok dags förum við aftur á gististaðinn okkar í Karatu.
Innifalið er gisting og allar máltíðir.

8. dagur, laugadagur 8. febrúar

Um morguninn kynnumst við list og handverki heimamanna en höldum svo til flugvallarins í Arusha og fljúgum þaðan til eyjunnar Zanzibar. Við komuna til Zanzibar förum við með rútu á hótelið okkar.
Innifalið er morgunverður, picnic hádegisverður og gisting á hóteli.

9. dagur, sunnudagur 9. febrúar

Við njótum lífsins á paradísareyjunni Zanzibar. Hún er fræg fyrir einstaka náttúrufegurð, þægilegt loftslag, einstakar strendur, kóralrif og fjölbreytt lífríki sjávar.
Innifalið er morgunverður og gisting á hóteli.

10. dagur, mánudagur 10. febrúar

Frjáls dagur á Zanzibar.
Innifalið er morgunverður og gisting á hóteli.

11. dagur, þriðjudagur 11. febrúar

Frjáls dagur á Zanzibar.
Innifalið er morgunverður og gisting á hóteli.

12. dagur, miðvikudagur 12. febrúar

Frjáls dagur á Zanzibar.
Innifalið er morgunverður og gisting á hóteli.

13. dagur fimmtudagur 13. febrúar

Flogið heim til Íslands.