Japan – Göngur, hjól & menning 20.9.2025

20.09.2025

Upplifðu menningu, sögu og náttúru Japans á göngu og á hjóli!

Tokyo
Tokyo iðar af mannlífi

Japan er einstakt land þar sem gamlar hefðir og nútími sameinast. Náttúrufegurð landsins heillar allt árið um kring. Frábær matur, heitar laugar og rík menning skapa ógleymanlega upplifun.

Ferðin hefst í líflegri stórborginni Tókýó, þar sem framsækni og hefðir fara hönd í hönd. Næst tekur við ganga á Mt. Fuji, tákn Japans og á heimsminjaskrá UNESCO, sem er heillandi áskorun og með töfrandi sólarupprás á tindinum. Í Hakone sem er mest heimsótti þjóðgarður Japans er kyrrðin ríkjandi og gott að slaka á í baðstofum (onsen) þar sem friðsæl náttúra endurnæra líkama og sál.

Shimanami Kaido eða „Brýnar sjö“ er einstakt hjólaævintýri
Shimanami Kaido eða „Brýnar sjö“ er einstakt hjólaævintýri

Í Kyoto, menningarlegri perlu Japans, njótum við fornra hofa, fallegra garða og UNESCO-skráðra minja sem endurspegla aldagamlar japanskar hefðir. Shimanami Kaido eða „Brýnar sjö“ er einstakt hjólaævintýri þar sem þú ferð yfir sjö brýr sem tengja nokkrar eyjar í Seto-innhafi. Þessi tveggja daga rólega hjólaleið býður upp á stórfenglegt sjávarútsýni og fallegar eyjar, sem gerir ferðina jafn skemmtilega og hún er áhrifarík. Þetta er fremur flöt hjólaleið með hækkun upp á brýrnar og ætti að henta hjólreiðafólki á öllu getustigi.

Matsuyama er heillandi borg á Shikoku-eyju þar sem þú upplifir einstaka blöndu af menningu, sögu og afslöppun. Matsuyama-kastali, býður upp á stórkostlegt útsýni og gefur innsýn í sögulega hernaðartækni og byggingarstíl frá 17. öld. Þá verður eitt elsta baðhús Japans heimsótt, sem er frægt fyrir heita uppsprettuvatnið sitt og njótum 3.000 ára baðmenningar sem veitti innblástur fyrir baðhúsið í “Spirited away”. Þaðan verður siglt til Hiroshima.

Í Hiroshima heimsækjum við áhrifamikinn Friðargarð og safn, þar sem saga borgarinnar snertir hjarta hvers ferðalangs. Þar er minning þeirra sem létust í kjarnorkuárásinni 1945 heiðruð og saga borgarinnar lifandi gerð með minnismerkjum og kennileitum. Friðargarðurinn og safnið skapa dýrmæta upplifun sem skilur eftir sig djúp spor, en Hiroshima er einnig orðin lífleg menningarmiðstöð sem býður upp á fjölbreytta menningu, framúrskarandi mat og blómlegt borgarlíf í dag.

Leiðin liggur næst á Miyajima-eyju, þar sem Tori-hliðið og fjallið Mt. Misen bjóða upp á óviðjafnanlegt útsýni. Að lokum snúum við til baka til Tokyo með háhraðalestinni Shinkansen, rík af ógleymanlegum minningum.

Fararstjórar:

Dagrún Árnadóttir og Arnar Jensson

Dagrún Árnadóttir, verkefnastjóri, hefur stundað útivist frá því hún man eftir sér. Meðal annars æfir hún hjólreiðar og stundar fjallgöngur og sjósund. Hún hefur hjólað Westfjord Way Challenge, Wow cyclothon ásamt öðrum viðburðum innanlands og utan.  Hún er alltaf í ævintýrum, skipuleggur útivistarferðir og fer sjaldnast án hjólsins og espresso kaffikönnunnar.

Dr. Arnar Þór Jensson, frumkvöðull, hefur búið í Japan frá 2003 og hefur ferðast vítt og breitt um landið. Hann er fullfær í japönsku og er flestum hnútum kunnugur. Arnar er mikill áhugamaður um skíði, hjólreiðar, fjallgöngur og útilegur.

Fjöldi þátttakenda:

Lágmark 10 og hámark 12

Búnaður:

Búnaðarlisti verður sendur til hópsins.

Tryggingar:

Athugið að engar tryggingar eru innifaldar í verði ferðarinnar og mikilvægt er að þátttakendur séu að fullu tryggðir. Þátttakendur sjá sjálfir um að kaupa forfalla- og ferðatryggingu. Fjallafélagið mælir með að þátttakendur kaupi sérstaka forfallatryggingu um leið og ferðin er bókuð. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að tryggingin nái yfir kostnað við ferðina í heild sinni (ekki aðeins yfir fargjald og gistikostnað).

Innifalið:
  • Lestir til og frá flugvelli í Tokyo
  • Allar ferðir innan Japan, þar með talið há-hraðalestin (Shinkansen)
  • Hótel í Tokyo og Ömishima Island með morgunverði
  • Hótel í Hakone með Onsen í tvær nætur með morgunverði
  • Ryokan hótel með Onsen í Kyoto í tvær nætur með morgunverði
  • Hótel í Hiroshima með morgunverði
  • 4 hádegisverðir
  • 9 kvöldverðir, þar af 1 í skála við uppgöngu á Mt Fuji
  • Skoðunarferð / ganga um Tokyo, Kyoto, Matsuyama og Hiroshima
  • Ganga á fjallið Mt. Fuji með leiðsögn, og gisting í skála á leiðinni
  • Gönguferð í bakgarði Kyoto, milli tveggja hofa með leiðsögn
  • Dagsferð til Miyajima Island og ganga á fjallið Mt Miesen með leiðsögn
  • Enskumælandi staðarleiðsögumenn
  • Aðgangseyrir í söfn, hof, garða og aðra menningarstaði
  • Íslenskur fararstjóri
Ekki innifalið:
  • Millilandaflug
  • Drykkir
  • Matur sem ekki er í ferðalýsingu
  • Þjórfé
Bókun:

Hægt að bóka ferðina hér á síðunni með því að smella á “Bóka ferð”. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallafelagid@fjallafelagid.is.

Einstaklingsherbergi:

Hægt er að óska eftir einstaklingsherbergi gegn aukagjaldi.

Skilmálar:

Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/

 

TÍMALENGD

13 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

kr. 670.000

Out of stock

Uppselt er í ferðina / hópinn. Þú getur skráð þig á biðlista og við látum þig vita um leið og hægt er að skrá sig að nýju.

DAGSKRÁ

Dagur 1: Laugardagur 20. september  Dagur í Tókýó
Lent Tókýó um hádegisbil. Farið verður með lest frá flugvelli að hóteli í Shibuya hverfi þar sem við gistum næstu tvær nætur. Gengið verður um nágrenni hótelsins sem er í líflegu hverfi Tókýó en annars rólegur dagur eftir langt ferðalag. Um kvöldið förum við á veitingastað og hefjum ferðalagið um japanskar matarhefðir.
Innifalið: Lest frá flugvelli að hóteli í Shibuya hverfi í Tókýó, gisting á hóteli, kvöldverður.

Ekki innifalið: Hádegisverður. 

Dagur 2: Sunnudagur 21. september  Skoðunarferð um Tókýó
Við leggjum af stað í skoðunarferð um Tókýó, þar sem við könnum fjölbreytt og lífleg hverfi borgarinnar. Við byrjum á heimsókn á hin heimsfrægu Shibuya-gatnamót, þar sem iðandi straumur gangandi vegfarenda fangar einstaka stemningu borgarinnar. Göngum í gegnum litríku Harajuku, sem er þekkt fyrir nútímalegan tískustíl og Omotesando-breiðgötuna með sínum hátískubúðum og nútímaarkitektúr. Ferðin endar í Shinjuku, þar sem við njótum kyrrlátrar stundar í Shinjuku Gyoen, einum stærsta og vinsælasta almenningsgarði Tókýó. Þar ríkir róandi andrúmsloft og er friðsælt skjól í miðri iðandi stórborginni.
Innifalið: Gisting á hóteli í Tókýó, morgun- og hádegisverður, leiðsögn um Tókýó, þ.m.t. aðgangseyrir að þeim minjum sem við heimsækjum, akstur.

Ekki innifalið: Kvöldverður

Dagur 3: Mánudagur 22. september Hakone
Eftir morgunverð er haldið með lest til Hakone. Ferðin tekur um 2,5 klst. Þar munum við hefja gönguna á Mt Fuji, sem er hæsta fjall Japans, 3.776 metrar. Það er á heimsminjaskrá UNESCO, og er ganga á fjallið bæði áskorun og mikil upplifun. Eftir undirbúning hefst ganga dagsins sem er um 4-5 klst. að gistiskála í um 2,700m hæð þar sem við fáum kvöldmat og hvílumst fyrir uppgöngu, sem hefst á miðnætti.

Gönguvegalengd: ~ 4-5 klst.
Innifalið: Lest til Hakone, akstur að upphafsstað göngu á Fuji, gisting í skála, morgun-, og kvöldverður, leiðsögn í göngu.

Ekki innifalið: Hádegisverður, nesti í göngu 

Dagur 4: Þriðjudagur 23. september   Mt Fuji
Við hefjum göngu upp úr miðnætti til að njóta sólarupprásar á toppnum, sem vonandi býður upp á stórbrotið útsýni og sólargeisla sem lýsa fjallinu og umhverfinu. Þessari stund er oft lýst sem “gyllt” eða “gullin stund” vegna þess hvernig sólargeislarnir lýsa upp fjallið og umhverfið. Ef aðstæður leyfa eftir toppinn verður farið yfir hinn stórbrotna gíg á tindinum, Fujinomiya, sem er vitnisburður um eldvirkni fjallsins, sem er eldfjall í dvala. Að því loknu hefst niðurganga og við munum enda daginn á fallegu hóteli í Hakone, þar sem við getum slappað af í heitri laug, onsen. Hakone er þekkt fyrir óviðjafnanlega náttúrufegurð og náttúrulegar heitar laugar, onsen, sem eru órjúfanlegur hluti af japanskri baðmenningu. Þessar laugar tengjast bæði slökun og heilsu og eru rótgróin hefð sem sameinar líkamlega vellíðan, andlega hreinsun og djúpa tengingu við náttúruna. Þetta verður fullkominn endir á krefjandi og eftirminnilegum degi.

Göngutími:  ~ 10-12 klst.  

Innifalið: Léttur morgunverður fyrir göngu, leiðsögn í göngu, akstur á hótel, hótel í Hakone, kvöldverður.

Ekki innifalið: Nesti í göngu

Dagur 5: Miðvikudagur 24. september  Hakone
Við munum njóta þess að eiga hvíldardag í Hakone eftir gönguna á Mt. Fuji. Dagurinn verður rólegur og afslappandi, þar sem við göngum um Hakone og njótum náttúrunnar. Að degi loknum er tækifæri til að slaka á í Onsen, heitri laug, sem er fullkomin leið til að endurnæra líkama og sál eftir viðburðaríkar stundir.

Innifalið: Hótel í Hakone, morgun-, og kvöldverður

Ekki innifalið: Hádegisverður

Dagur 6: Fimmtudagur 25. september  Hakone – Kyoto
Eftir morgunverð verður haldið áfram til Kyoto með háhraðalestinni, Shinkansen og tekur ferðalagið um 3 klst.  Höldum á hótelið okkar sem við verðum á næstu tvær nætur.Farið verður á einn þekktasta og líflegasta matarmarkað borgarinnar, Nishiki Market, oft kallað “eldhús Kyoto”. Þar upplifum við fjölbreytileika japanskrar matarhefðar og andrúmslofts þar sem ferskt hráefni og staðbundnar kræsingar eru í aðalhlutverki.  Þá verður gengið um Gion hverfið (Geisha) sem er eitt frægasta og sögufrægasta geishu-hverfi Japans. Það er staðsett í hjarta Kyoto og er þekkt fyrir sína einstöku japönsku menningu, hefðir og fallega götumynd.

Innifalið: Lest til Kyoto, gisting á Ryokan hóteli í Kyoto, morgun- og kvöldverður. 

Ekki innifalið: Hádegisverður

Dagur 7: Föstudagur 26. september  Bakgarður Kyoto
Við förum snemma af stað til að vera á undan fjölda ferðamanna sem eru öllu jöfnu í Kyoto. Ganga dagsins er auðveld en mjög falleg og gengið er milli tveggja hofa, frá Otagi Nenbutsuji hofi til Jingoji hof. Gengið er eftir slóð frá Arashiyama, í gegnum garð með öpum og í gegnum bambusskóg. Farið verður með strætisvagni til baka til Kyoto. Það verður boðið upp á te athöfn í Kyoto. Það er hefð sem þróaðist á 15. öld og er iðkuð enn í dag.

Gönguvegalengd: ~ 8 km, 2-3 klst. 

Innifalið: Gisting á Ryokan hóteli í Kyoto, morgun- og hádegisverður, akstur að upphafsstað göngu, strætó til baka, leiðsögn, te-athöfn.

Ekki innifalið: Nesti í göngu, kvöldverður.

Dagur 8: Laugardagur 27. september  Ömishima Island
Frá Kyoto tökum við lest til Onamichi, 3 klst., og þar hefst hjólaleiðin (Shimanami Kaido) sem nær yfir sjö eyjar og endar á eyjunni Shikoku. Leiðin er á sérmerktum hjólastígum, fremur flöt, en þó með hækkunum yfir brýrnar. Þetta ætti að henta hjólreiðafólki af öllum getustigum. Að fara yfir eyjarnar er einstök upplifun af náttúru og japanskri menningu.
Hjólavegalengd: ~ 40-45km.

Innifalið: Lest til Onomichi, gisting á hóteli, morgun- og kvöldverður, hjólaleiga, skutl á farangri í gistingu.

Ekki innifalið: Hádegisverður, nesti (hressing) á hjólaleið.

Dagur 9: Sunnudagur 28. september  Shikoku – Matsuyama – Hiroshima
Eftir morgunverð verður förinni yfir eyjarnar haldið áfram og Shimanami Kaido leiðin kláruð til Imabari. Þaðan munum við taka lest til Matsuyama sem er stærsta borgin á Shikoku-eyju, en hún þekkt fyrir ríka sögu og menningu. Gengið verður upp að Matsuyama-kastala sem er einn best varðveitti kastali í Japan. Hann var reistur á 17. öld og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Matsuyama og Setó innhafið. Við munum upplifa ríka sögu kastalans og hefðir samúræja-menningar. Ganga upp að kastalanum er falleg og ævintýraleg. Frá Matsuyama verður tekin ferja til Hiroshima sem við munum gista næstu 3 nætur. Siglingin tekur um 1.5 klst

Hjólavegalend: 25-30km.

Innifalið: Lest til Matsuyama, gisting á hóteli, morgun- og kvöldverður, hjólaleiga, skutl á farangri, ferja til Hiroshima.

Ekki innifalið: Hádegisverður, nesti (hressing) á hjólaleið.

Dagur 10: Mánudagur 29. september  Hiroshima
Hiroshima er heimsþekkt fyrir sögulega atburði seinni heimsstyrjaldar, þegar fyrsta kjarnorkusprengjan var sprengd þar árið 1945. Þrátt fyrir þessa hörmulegu atburði hefur borgin endurbyggt sig sem tákn um frið og von. Við munum heimsækja Hiroshima Friðargarðinn (Peace Memorial Park) og Friðarsafnið (Peace Memorial Museum) og heiðra minningu fórnarlambanna. Gönguferðin leiðir okkur einnig að Atomic Bomb Dome, sem er á heimsminjaskrá UNESCO og stendur sem áminning um söguna og vonina um betri framtíð.

Innifalið: Gisting á hóteli, kvöldverður, safn.

Ekki innifalið: Hádegisverður.

Dagur 11: Þriðjudagur 30. september  Miyajima Island and Mount Misen 
Við höldum enn af stað með ferju yfir til eyjarinnar Miyajima, sem er þekkt fyrir hinn “fljótandi” Itsukushima-helgidóm og er á skrá UNESCO. Eyjan er friðsæll áfangastaður með fallegu landslagi og menningararfi. Gengið verður á fjallið Mt Misen, sem er hæsta fjall eyjarinnar í gegnum skóga, ef við eru heppin sjáum við m.a. villt hjartardýr á leiðinni og á toppnum eru sögulegir búddískir helgistaðir. Útsýnið er stórkostlegt yfir Setó-innhafið og eyjar.  

Göngutími: 3 klst

Innifalið: Lest, ferja fram og til baka til Miyajima eyjar, ganga á Mt Misen, gisting á hóteli, morgun- og hádegisverður.

Ekki innifalið: Nesti í göngu, kvöldverður.

Dagur 12: Miðvikudagur 1. október   Hiroshima – Tókýó
Eftir morgunverð og reynslunni ríkari af ævintýrum og upplifunum kveðjum við Hiroshima, lokum hringnum og höldum aftur til stað til Tókýó með háhraðalestinni (Shinkansen). Lestarferð: 5 klst.

Innifalið: Gisting á hóteli í Tókýó, morgun- og kvöldverður.

Ekki innifalið: Hádegisverður.

Dagur 13: Fimmtudagur 2. október Tókýó – Kef
Lokadagur í Tókýó fyrir brottför um kvöldið. Frjáls dagur fram að brottför. 

Innifalið: Morgunverður, lest á flugvöll.  

Ekki innifalið: flug,hádegisverður, kvöldverður.