Island Peak 2025 viðbót við Gokyo og EBC
9.11.2024
Tindurinn Island Peak (6.189m), sem einnig er þekktur sem Imja Tse, er eins og eyja í hafi og dregur nafn sitt af því. Hann er fast við Lhotse og Everest og er hluti af hæsta fjallgarði heims. Edmund Hillary og Tenzing Norgay klifu Island Peak þegar þeir voru að æfa sig fyrir fyrstu uppgönguna á Everest árið 1953.
Það er einstakt tækifæri að bæta Island Peak við Gokyo og Grunnbúða ferðina og komast í enn meiri snertingu við hæstu fjöll heims og útsýnið á toppnum er engu líkt. Þetta er ógleymanlegur leiðangur inn í stærsta fjallasal heims.
Fararstjóri:
Haraldur Örn Ólafsson mun leiða gönguna á Island Peak en hann er stofnandi Fjallafélagsins og hefur langa reynslu af fjallaferðum. Hann kleif tind Everest árið 2002.
Fjöldi þátttakenda:
Lágmark 4 og hámark 10
Búnaður:
Ákveðinn klifurbúnað þarf fyrir gönguna á Island Peak til viðbótar við það sem þarf til göngunnar upp í Grunnbúðir Everest. Mest af þessum búnaði er hægt að leigja í Kathmandu. Sem dæmi um búnað sem þarf aukalega eru tvöfaldir klifurskór, ísöxi, broddar og klifurbelti. Nánari búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.
Tryggingar:
Athugið að engar tryggingar eru innifaldar í verði ferðarinnar og mikilvægt er að þátttakendur séu að fullu tryggðir.
Innifalið til biðbótar við ferðina í Gokyo og Grunnbúðir Everest:
- Viðurkenndur nepalskur klifur-sherpi á fjallinu
- Auka gisting í tengslum við gönguna á fjallið
- Allur matur í tengslum við gönguna á fjallið
- Leyfisgjöld fyrir Island Peak
Bókun:
Hægt er að bóka ferðina með því að smella á „Bóka ferð“ og greiða staðfestingargjald. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallafelagid@fjallafelagid.is. Staðfestingargjald er kr. 35.000.
Skilmálar:
Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/
TÍMALENGD
17 dagar
TEGUND FERÐAR
Utanlandsferð
INNIFALIÐ
Sjá lýsingu
ERFIÐLEIKASTIG
VERÐ
106.000 kr.
Availability: In stock
DAGSKRÁ
Viðbót við göngu í Gokyo og Grunnbúðir Everest:
Dagur 14, laugardagur 8. nóvember.
Eftir göngu í Grunnbúðir daginn áður er farið frá Lobuche til Dingboche sem tekur um 3 klst. Við kveðjum ferðafélaga okkar sem halda niður til Lukla með þyrlu. Við hvílum okkur það sem eftir er af degi og söfnum kröftum fyrir Island Peak gönguna. Gist á tehúsi í tveggja manna herbergjum.
Göngutími 3 klst. Vegalengd 8 km. Hækkun 300m. Lækkun 900m.
Innifalið: Gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 15, sunnudagur 9. nóvember. Chhukhung (4730m)
Við höldum frá Dingboche til þorpsins Chhukung. Gangan tekur um 3 klst. Frjáls tími það sem eftir lifir dags.
Innifalið: Gisting, morgunmatur hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 16, mánudagur 10. nóvember. Grunnbúðir Island Peak (5100 m)
Gengið frá Chhukhung í Grunnbúðir Island Peak (5100 m). Gangan tekur um 3 klst. Við nýtum restina af deginum til æfinga fyrir morgundaginn. Försum snemma í svefnpokann.
Innifalið: Gisting í tjaldi, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 17, þriðjudagur 11. nóvember. Island Peak toppadagur
Við förum af stað skömmu eftir miðnætti og klífum Island Peak. Komum niður í Grunnbúðir og stoppum þar stutt. Höldum áfram niður í Chhukhung og gistum þar um nóttina.
Innifalið: Klifur-sherpi, Gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 18, miðvikudagur 12. nóvember. Varadagur
Þessi dagur er til vara til að auka möguleika okkar á að komast á tindinn á Island Peak.
Innifalið: Gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 19, fimmtudagur 13. nóvember.
Flug með þyrlu frá Dingboche til Lukla og svo með flugvél frá Lukla til Kathmandu. Frjáls tími. Gist á fimm stjörnu hóteli.
Innifalið: Flug, rúta frá flugvelli, gisting, morgunmatur.
Dagur 20, föstudagur 14. nóvember.
Frjáls tími í Kathmandu. Tilvalið er að versla framandi vörur í Thamel sem er verlunarhverfi í miðborginni og einnig að fara í skoðunarferðir.
Innifalið: Gisting og morgunmatur.
Dagur 21, laugardagur 15. nóvember.
Við kveðjum Nepal og höldum heim á leið með flugi frá Kathmandu.
Innifalið: Morgunmatur og rútuferð út á flugvöll.