Hvannadalshnúkur

15.5.2021

Ganga á Hvannadalshnúk 2.110 m. er einstök upplifun og eitthvað sem allir fjallgöngumenn verða að upplifa. Við göngum eftir hinni hefðbundnu Sandfellsleið. Í 1.100 metra hæð er komið á jökul og er þá farið í jöklalínu. Þá tekur við samfelld brekka upp á öskjubrúnina í 1.800 metra hæð en þessi kafli þykir mörgum erfiðastur. Nú blasir Hnjúkurinn við og handan sléttunnar. Eftir 2,5 km. á sléttum jökli hefst loka áfanginn upp á hæsta tind landsins. 

Heildar göngutími: 14 klst.

Hæðarhækkun: 2.000 m.

Gönguvegalengd:  25 km.

Brottför/mæting: Farið er á einkabílum austur í Öræfi daginn fyrir gönguna. Hver og einn sér um gistingu fyrir sig. Mæting er við Sandfell en upplýsingar um hvenær gangan hefst verða sendar daginn áður.

Ökuferðin: Ekið er austur í Öræfi eftir þjóðvegi nr. 1.

Búnaður: Þátttakendur verða að mæta með jöklabúnað: Ísöxi, mannbrodda og jöklabelti. Búnaðarlista má nálgast hér.

Breytingar vegna veðurs eða færis:

Við leggjum áherslu á að ganga í sem bestu veðri og aðstæðum til að fá sem mesta ánægju út úr útivistinni. Þess vegna munum við gera breytingar ef þörf krefur vegna veðurs eða aðstæðna. Sunnudagurinn er varadagur fyrir gönguna og verða þátttakendur að vera tilbúnir að gera ráðstafanir til að ganga þann dag. 

TÍMALENGD

14 klst.

TEGUND FERÐAR

Fjallganga

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

ALMENNT VERÐ

29.000 kr.

FJALLAFÉLAGAR

24.650 kr.

DAGSKRÁ

Ekið er austur í Öræfi daginn fyrir gönguna.

Hver og einn sér um gistingu fyrir sig.

Lagt er af stað í gönguna frá Sandfelli og tekur ferðin um 14 klst.

MYNDIR

GERAST FJALLAFÉLAGI