Hlöðufell - dagsferð

4. september 2022

Dagsferð á glæsilegt fjall

Einhverjir hafa sagt að Hlöðufell sé ókrýnd drottning sunnlenskra fjalla, líklega vegna þess hve fjallið svipar mikið til Herðubreiðar. Þetta er glæsilegur móbergsstapi sem rís upp úr hálendinu sunnan við Langjökul og norðan við Laugarvatn – nokkuð falinn að fjallabaki. Af toppnum er glæsilegt útsýni inn á hálendið og í næsta nágrenni eru Eiríksjökull, Skjaldbreiður og Jarlhettur svo eitthvað sé nefnt. Til að komast að fjallinu þarf að keyra jeppaveg upp frá Laugarvatni, inn á Rótarsand og að Hlöðuvöllum þar sem gangan hefst. Toppurinn er í 1188 m.y.s.

Gönguleiðin liggur eftir stíg upp nokkuð brattar hlíðar fjallsins þar sem getur sum staðar verið laust undir fæti, sérstaklega þegar komið er í klettakragann efst í fjallinu. Hér er þó ekkert príl og göngustafir koma sér vel. Eftir klettabeltið er komið upp á fjallið og við tekur gangan á tindinn eftir nokkuð þægilegum halla.

Lengd ferðar

Gangan er rúmlega 6 km löng með 730 metra hækkun og tekur tæplega 5 klst.

Fyrir hverja?

Gangan höfðar til breiðs hóps útivistarfólks en fólk þarf að geta tekist á við nokkuð brattar brekkur þar sem stundum getur verið laust undir fæti.

Innifalið

Leiðsögn reyndra fararstjóra Fjallafélagsins

Helsti búnaður
  • Millistífir eða stífir gönguskór með grófum sóla
  • Uþb 30-40 lítra bakpoki
  • Göngustafir
  • Einangrunarúlpa, húfa og vettlingar og skelfatnaður
  • Gott nesti fyrir lengri dag og amk 1 lítri af vatni/drykkjum
Breytingar vegna veðurs

Laugardagurinn 3. september er varadagur ef veðurspá er mjög óhagstæð þann 4. september. Ef ferðin fellur niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna er ferðin að fullu endurgreidd.

Fararstjórar

Fararstjórar eru útivistarhjónin Örvar Þór Ólafsson og Guðrún Árdís Össurardóttir. Þau hafa mikla reynslu af fjallamennsku og leiðsögn innanlands sem utan.

 

 

TÍMALENGD

5 klst.

TEGUND FERÐAR

Gönguferð

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

11.900 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Sunnudagur 4. september

Brottför á einkabílum í samfloti frá Reykjavík kl. 8:00. Gangan hefst kl. 10:00 og tekur tæplega 5 klst.

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.