Hengill Vörðu-Skeggi
14.11.2020
Hæsti tindur Hengilsins nefnist Vörðu-Skeggi 815m. Við göngum á hann norðan megin þar sem eru einstaklega fallegir grónir dalir með sérkennilegum móbergsmyndunum. Gangan er létt og skemmtileg og við allra hæfi.
Heildar göngutími: 3 klst.
Hæðarhækkun: 500m.
Gönguvegalengd: 7 km.
Brottför/mæting: Gangan hefst kl. 10 í Dyradal.
Ökuferðin: Ekið er eftir Nesjavallavegi þar til komið er í Dyradal. Þar hefst gangan.
Fararstjóri: Haraldur Örn Ólafsson
Frítt er í ferðina fyrir Fjallafélaga sem keypt hafa áskrift eða kort. Skráning fer fram með því að smella á hnappinn “Bóka ferð” og fylgja ferlinu.
Breytingar vegna veðurs eða færis:
Við leggjum áherslu á að ganga í sem bestu veðri og aðstæðum til að fá sem mesta ánægju út úr útivistinni. Þess vegna munum við gera breytingar ef þörf krefur vegna veðurs eða aðstæðna. Breytingar geta verið að færa ferðina á annan dag eða velja annað sambærilegt verkefni í öðrum landshluta þar sem veðurspá er hagstæðari. Ef slíkar breytingar eru gerðar er hægt að fá gjaldið endurgreitt eða fá inneign fyrir aðra göngu.
DAGSKRÁ
Lagt af stað frá Dyradal á Nesjavallavegi.
Gengið á hæsta tind Hengilsins sem nefnist Vörðu-Skeggi.