Fjölskylduferð til Alpanna 14.06.2024

14.6.2024

Út að leika í Chamonix!

Skemmtileg fjölskylduferð til frönsku Alpanna þar sem börnin eru í aðalhlutverki. Ferðin er skipulögð fyrir börn á aldrinum 8 til 14 ára og forráðamenn þeirra. Við upplifum ævintýrin í gegnum fjölbreytta útivist í mögnuðu umhverfi Chamonix-dalsins. Mont Blanc, hæsti tindur meginlandsins, gnæfir yfir okkur og við erum umvafin hinni einstöku fjalla- og útivistarmenningu sem svæðið er þekkt fyrir.

Fjölbreytt útivist

Fararstjórar leiða hópinn í fjölbreyttri útivist þar sem börnin eflast og auka sjálfstraust með því að takast á við ævintýraverkefnin. Lengd ferða og erfiðleikastig miðast við getu barnanna og það er alltaf sveigjanleiki að fara styttra og/eða hægar þegar svo ber undir. Við hjólum, klifrum og prílum í Chamonix-dalnum og göngum á fjallastígum í allt að 2500 metra hæð þar sem útsýnið er stórkostlegt. Einnig er farið inn í stóran íshelli sem eru hluti af einum stærsta skriðjökli Evrópu.

Gisting og aðstaða

Við gistum í stóru og glæsileg húsi (“chalet”) í 2 manna herbergjum sem er í göngufæri við miðbæ Chamonix þar sem mannlífið iðar innan um kaffihús, veitingastaði og útivistarverslanir. Húsið er búið ýmsum þægindum s.s. heitum potti, gufubaði, stórum stofum, sjónvarpsherbergi og vel búnu eldhúsi. Þar geta börn og foreldrar notið sín í afslöppuðu umhverfi þar sem rúmt er um allan hópinn. Gist er í átta 2 manna herbergjum í uppábúnum rúmum en að auki eru tveir svefnsófar sem henta fyrir börn. Sér bað er inn á öllum herbergjum. Engin þjónusta fylgir húsinu en þátttakendur taka þátt í léttum húsverkum (t.d. frágangur eftir matinn) eins og við þekkjum úr íslenskum fjallaskálum. Fararstjórar eru til staðar í húsinu allan tímann.

Verð og bókun

Verð fyrir fullorðinn: 220.000 kr.
Verð fyrir barn: 195.000 kr.
Hægt er að bóka ferðina með því að smella á „Bóka ferð“ og greiða staðfestingargjald að upphæð 45.000 kr. per mann (á við um bæði fullorðinn og barn). Staðfestingargjaldið er óendurkræft. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið fjallafelagid@fjallafelagid.is.

Innifalið
  • 8 daga ferð með íslenskri fararstjórn
  • Gisting í 7 nætur í glæsilegu húsi í göngufæri frá miðbæ Chamonix
  • Morgunverðir alla daga
  • 2 kvöldverðir í húsinu
  • Allar ferðir í kláfum samkvæmt lýsingu
  • Leiga á fjallahjóli
  • Aðgangur að Accropark ævintýragarðinum
  • Þrjár æfingagöngur í nágrenni Reykjavíkur
  • Búnaðarlisti og ítarleg upplýsingagjöf

Ekki innifalið:

  • Flug
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Valkvæð afþreying, t.d. klettaklifur, rafting eða Aguille di Midi kláfur
  • Hádegisverðir (nesti í bakpokann eða á veitingastað)
  • Lestarferð að Mer de Glace jöklinum
  • Kvöldverðir í 5 daga

Hver og einn bókar sitt flug en Fjallafélagið mun veita hagnýtar upplýsingar um ákjósanlegustu flug og akstur. Næsti alþjóðaflugvöllur er Genf í Sviss en einnig er hægt að ferðast á aðra flugvelli, t.d. Mílanó á Ítalíu.

Fjöldi þátttakenda

Lágmarksfjöldi 12 – hámarksfjöldi 20.

Fararstjórar

Útivistarhjónin Örvar Þór Ólafsson og Guðrún Árdís Össurardóttir ásamt syni þeirra, Örvari Gauta Örvarssyni.

Fyrirvari um breytingar

Dagskrá ferðarinnar getur breyst eftir aðstæðum (t.d. veðri og samgöngum) og verður aðlöguð að hópnum ef þurfa þykir.

Tryggingar og skilmálar

Þátttakendur sjá sjálfir um að kaupa forfalla- og ferðatryggingu. Fjallafélagið mælir með að þátttakendur kaupi sérstaka forfallatryggingu um leið og ferðin er bókuð. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að tryggingin nái yfir kostnað við ferðina í heild sinni (ekki aðeins yfir fargjald og gistikostnað). Mikilvægt er að þátttakendur kynni sér skilmála Fjallafélagsins sem hægt er að hálgast hér: https://fjallafelagid.is/skilmalar/

TÍMALENGD

8 dagar

TEGUND FERÐAR

Utanlandsferð

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

Frá 195.000 kr.

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Dagur 1, föstudagur 14. júní:

Þátttakendur koma til Chamonix í Frakklandi þar sem fararstjórar taka á móti þeim í húsinu. Seinnipartinn göngum við saman í miðbæinn. Kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 2, laugardagur 15. júní:

Við tökum sannkallaða ævintýralest sem ber okkur frá Chamonix upp brattar hlíðar að Mer de Glace sem er einn stærsti skriðjökull Evrópu. Í tæplega 2.000 metra hæð fræðumst við um skriðjökla og sjáum glögglega hvernig náttúran tekur breytingum með hlýnun loftslags. Við skoðum manngerðum íshelli sem er fróðlegt og skemmtilegt að skoða. Síðan er gengin 8 km leið aftur niður í Chamonix (800 m. lækkun / 3 klst). Í lok dags tökum við nokkrar salíbunur á sleða í skemmtigarði sem verður á leið okkar (kostnaður við sleðaferð EUR 10). Kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 3, sunnudagur 16. júní:

Fyrri hluta dagsins förum við í Accropark ævintýragarðinn (u.þ.b. 3 klst.) þar sem prílað er í gegnum skóginn eftir stigum, köðlum, og brúm. Farið er eftir leiðum sem skiptast eftir erfiðleikastigi. Allir eru í öryggisbúnaði (hjálmur og klifurbelti) og eru tryggðir í stálvír sem liggur eftir leiðinni. Zip line er hluti af leiðunum og er sú lengsta um 200 metra löng! Hér fá allir útrás fyrir að príla – hver elskar það ekki!? Frjáls tími það sem eftir lifir dags. Kvöldverður í húsinu (innifalinn).

Dagur 4, mánudagur 17. júní:

Magnað fjallaævintýri þennan daginn þar sem gengið er upp að Lac Blanc vatninu sem er í 3.250 m. hæð. Við tökum strætó norðar í dalinn þar sem gangan hefst. Leiðin liggur upp eftir troðnum stígum en einnig verða stigar á leiðinni  sem liggja upp bröttustu kaflana þar sem fyllsta öryggis verður gætt. Við sjáum falleg fjallavötn og mögulega villt dýr eins og geitur og múrmeldýr. Gangan upp að vatninu er 7 km löng og tekur um 5 klst með um 1.000 metra hækkun. Eftir hádegisverð Lac Blanc vatnið göngum við niður brekkur um 4 km (um 1 klst.) leið að kláf sem ber okkur niður í Chamonix. Kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 5, þriðjudagur 18. júní:

Frjáls dagur þar sem er kjörið að fara meira út að leika eða bara slappa af og fara í búðir! Dæmi: ferð með kláf upp í Aiguille di Midi (3.842 metra hæð) þar sem Mont Blanc er innan seilingar eða fara í flúðasiglingu á Arve jökulánni sem rennur í gegnum Chamonix. Fararstjórar eru til aðstoðar með skipulagningu. Kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 6, miðvikudagur 19. júní:

Fjallahjólaferð! Við ferðumst á fjallahjólum eftir í Chamonix dalnum og njótum lífsins. Um 3 klst ferð þar sem við  leikum okkur á skógarstígum, förum yfir brýr og rúllum niður léttar brekkur. Skoðum umhverfið og náttúruna í kringum okkur og stoppum svo í hádegisnesti. Eftir hádegi er frjáls tími. Kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 7, fimmtudagur 20. júní:

Tökum kláf og göngum úr 2.100 metra hæð upp í Col de Brevent skarðið þar sem ótrúlegt útsýni opnast í allar áttir. Við förum yfir nokkra snjóskafla, prílum upp einn stiga og endum gönguna í Brevent í 2.525 metra hæð. Þar er hægt að kaupa sér hressingu og njóta útsýnisins. Gangan tekur um 2 klst. með rúmlega 400 m. hækkun. Síðan tökum við tvo kláfa niður til Chamonix og förum í hádegisverð í bænum. Eftir hádegi er í boði að fara í klettaklifur í Gaillands klettunum með viðurkenndum frönskum leiðsögumönnum (valkvætt).  Þetta síðasta kvöld er slegið upp grillveislu í húsinu (innifalið).

Dagur 8, föstudagur, 21. júní:

Við kveðjum húsið fyrir hádegi og ljúkum ferðinni.