Fjallkyrjur I vor 2024

Janúar - maí

Fjallkyrjur I

Við erum stolt af því að bjóða uppá lokaða hópa fyrir konur sem stunda fjallgöngur og njóta útiveru í skemmtilegum hópi kvenna.

Vorverkefni Fjallkyrja hefjast í janúar og lýkur í maí en það er magnað að ganga inn í vorið og upplifa hversu hratt myrkrið hörfar. Fátt er betra fyrir andann en að finna vorið kveðja veturinn með bæði birtu og hlýju.

Fjallkyrjur I hentar þeim sem eru að byrja í göngum og þeim vanari sem vilja njóta og ganga aðeins hægar yfir.

Farið verður í göngur annað hvert miðvikudagskvöld kl 18 og annan hvern sunnudag kl 10. Við hittumst á upphafsstað göngu nema þegar við færum okkur aðeins út fyrir höfuðborgarsvæðið, þá sameinumst við í bíla.

Leiksvæði okkar er höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni. Hvalfjörður, Kjós, austur fyrir fjall og Reykjanes, allt eftir því hvað aðstæður bjóða upp á. Við lítum iðulega á veðurspána þegar við skipuleggjum hverja göngu fyrir sig og því breytum við oft röð fjallanna sem við göngum á. Það kemur einnig fyrir að við þurfum að fella út fjöll vegna aðstæðna en þá finnum við alltaf annan skemmtilegan stað til að skoða og njóta.

Kvöldgöngurnar í mesta myrkrinu snúast um að vera í núinu, fá hreyfingu og súrefni og upplifa hversu magnað það er fyrir bæði líkama og sál að ganga úti í skammdeginu og í raun auðveldara en margar halda enda eru þær göngur oft á tíðum í miklu uppáhaldi kvenna. Við nýtum helgarnar og birtuna til að kanna nýjar slóðir og njóta umhverfisins og útsýnis.

Aðalmálið er að fara út og hreyfa sig, njóta þess að vera í náttúrunni í góðum félagsskap.

Við sendum Ítarlegar upplýsingar í tölvupósti fyrir hverja göngu og einnig erum við með lokaðan Facebook hóp þar sem við miðlum upplýsingum og deildum myndum og fleiru.

*Fyrirhugað er að fara í lokaferð fyrstu helgina í júní en staðsetningin kemur síðar í ljós. Athugið að greitt er sérstaklega fyrir þá ferð.

Fjallkyrjur I í hnotskurn
  • Gengið aðra hverja viku á miðvikudögum og sunnudögum

  • 15 göngur í heildina

  • Gott utanumhald og frábær félagsskapur

Fararstjórar

Kolbrún Björnsdóttir og Dögg Ármanssdóttir stýra verkefninu en með þeim verða Bára Mjöll Þórðardóttir, Eyrún Viktorsdóttir og Bjarnþóra Egilsdóttir.

Innifalið

  • Leiðsögn, fræðsla og utanumhald

  • Afsláttarkjör hjá samstarfsaðila -Fjallakofinn

Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.

Öryggismál, tryggingar og skilmálar

Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum Fjallafélagsins. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðunum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar. Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir 21. janúar 2024.

TÍMALENGD

4 mánuðir

TEGUND FERÐAR

Gönguhópur

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

69.000 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Dags Ganga Lengd Hækkun
21. Jan sun Selfjall 4 km 225m
31. Jan mið Mosfell 4 km 220m
4. Feb sun Helgafell Hfj 6 km 280m
14. Feb mið Helgafell Mosó 4 km 150m
18. Feb sun Reykjaborg og Lali 6 km 260m
28. Feb mið Gálgahraun 5 km 50m
3. mars sun Múlafjall 6 km 230m
13. mars mið Tröllafoss 4,5 km 160m
17. mars sun Þyrill 8 km 450m
Páskafrí
10. apríl mið Búrfellsgjá 5,5 km 130m
14. apríl sun Eldborg og Geitahlíð 5 km 330m
24. apríl mið Reynisvatnsheiði 6 km 200m
28. apríl sun Grímannsfell 6 km 380m
8. maí mið Skógarstígar Esju 6 km 300m
12. maí sun Móskarðshnúkar 8 km 700m
31. maí- 2. júní helgi Fjallkyrju helgarferð *