Fjallgönguáskorun
2025
Fjallgönguáskorun er að hefja sitt 16. starfsár! Það var árið 2010 sem Fjallafélagið bauð fyrst upp á skipulagða fjallgöngudagskrá sem kallaðist 9.000 metra áskorun en hún endaði með einhverri fjölmennustu göngu sem sögur fara af á Hvannadalshnúk.
Fjallgönguáskorun höfðar til þeirra sem vilja gera útivist og fjallgöngur að lífsstíl og halda sér þannig gangandi allt árið. Í hverjum mánuði eru tvær göngur, miðvikudagskvöld og laugardagur. Á tímabilinu maí til ágúst förum við stundum lengri ferðir um helgar og er þá gist eina eða fleiri nætur. Einstaklega samheldinn og góður hópur sem elskar útiveru er það sem einkennir Fjallagönguáskorunina.
FJALLGÖNGUÁSKORUNIN Í HNOTUSKURN
- Gengið á 4 vikna fresti allt árið – á miðvikudögum og laugardögum
- 23 fjallaferðir í heildina, þar af a.m.k. 1 helgarferð
- Göngur í hverjum mánuði frá janúar út desember
- Gott utanumhald og frábær félagsskapur
INNIFALIÐ Í VERÐI
- Leiðsögn, fræðsla og utanumhald í 23 ferðum
- 15% afsláttur í Fjallakofanum
- 25% afsláttur í Fálkaklett
- Gjöf frá Fjallafélaginu (derhúfa)
EKKI INNIFALIÐ Í VERÐI
- Gisting þegar þess þörf
- Akstur / rúta
- Persónulegur búnaður s.s. ísöxi og jöklabroddar þegar þess er þörf
Árgjaldið er 99.000 kr. Veittur er 40% afsláttur fyrir einstaklinga frá sama lögheimili (makagjald).
Ekki er hægt að kaupa stakar ferðir. Athugið að mörg stéttarfélög og fyrirtæki veita styrk gegn framvísun á kvittun frá Fjallafélaginu.
Nánari upplýsingar
Miðvikudagsgöngurnar munu hefjast kl. 18:00 og laugardagsgöngurnar kl. 10:00 nema annað sé tekið fram. Hópurinn hittist við upphafsstað göngunnar á miðvikudögum. Á laugardögum verður í boði að hittast á höfuðborgarsvæðinu á fyrirfram ákveðnum stað og sameinast í bíla. Ítarlegar upplýsingar eru sendar í tölvupósti fyrir hverja göngu. Ef veðurspá er óhagstæð er ferðum í sumum tilfellum frestað til næsta dags. Einnig kann í einhverjum tilvikum að vera nauðsynlegt að gera aðrar breytingar á dagskránni svo sem að ganga á annað fjall en upphaflega var áætlað eða að fella göngu niður vegna sérstaklega óhagstæðra skilyrða. Ítarlegar upplýsingar eru sendar í tölvupósti tímanlega fyrir göngu og þurfa því þátttakendur ávallt að fylgjast með tölvupósti sínum. Einnig er Facebook hópur notaður til samskipta.
Ítarlegan búnaðarlista má finna hér.
Fyrir hverja?
Fjallgönguáætlunin hentar öllum sem vilja stunda útivist og fjallgöngur allt árið. Sumar göngurnar eru nokkuð krefjandi en allir hraustir einstaklingar sem eru í ágætri þjálfun ráða vel við verkefnin. Engu að síður gerir Fjallafélagið þá lágmarkskröfu til getu þátttakenda að þeir geti haldið í við hópinn á rólegri göngu.
Öryggismál, tryggingar og skilmálar
Mikil áhersla er lögð á að tryggja hámarks öryggi í öllum ferðum Fjallafélagsins. Í ákveðnum göngum er skylda að vera með viðeigandi jöklabúnað (ísöxi/jöklabrodda/belti) og verður send út tilkynning um slíkt með fyrirvara. Mikilvægt er að þátttakendur taki vel eftir þessum atriðum og fari eftir leiðbeiningum fararstjóra. Fjallgöngur fela ávallt í sér áhættu og eru þátttakendur á eigin ábyrgð í ferðunum. Þátttakendur eru ekki tryggðir í ferðum með Fjallafélaginu og eru hvattir til að snúa sér til tryggingafélags síns og kaupa þar viðeigandi tryggingar. Skilmálar Fjallafélagsins eru aðgengilegir hér. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt eftir 1. febrúar.
DAGSKRÁ
Dagsetning | Dagur | Verkefni | Hæð m. | Hækkun m. | Lengd km. | Tími (klst.) |
11. janúar | Laugardagur | Þyrill í Hvalfirði | 387 | 400 | 9 | 4 |
5. febrúar | Miðvikudagur | Æsustaðafjall og Reykjafell | 267 | 350 | 7 | 3 |
8. febrúar | Laugardagur | Búrfell í Grímsnesi | 534 | 450 | 7 | 4 |
5. mars | Miðvikudagur | Blákollur | 526 | 300 | 6 | 3 |
8. mars | Laugardagur | Kálfstindar | 877 | 800 | 13 | 6 |
2. apríl | Miðvikudagur | Meðalfell í Kjós | 345 | 310 | 4 | 2 |
5. apríl | Laugardagur | Svörtutindar og Rauðahnúkafjall | 784 | 1300 | 17 | 8 |
7. maí | Miðvikudagur | Stóri hrútur og Fagradalshraun | 352 | 400 | 8 | 3 |
10. maí | Laugardagur | Heiðarhorn í Skarðsheiði | 1053 | 1100 | 12 | 6 |
28. maí | Miðvikudagur | Skálafell | 774 | 400 | 6 | 4 |
31. maí | Laugardagur | Snæfellsjökull | 1437 | 1000 | 10 | 7 |
25. júní | Miðvikudagur | Sogin frá Djúpavatn | 400 | 400 | 7 | 3 |
28. júní | Laugardagur | Ýma í Tindfjallajökli | 1458 | 800 | 15 | 8 |
2. ágúst | Verslunarmannahelgi | Merkigil austan Mýrdalsjökuls og Sveinstindur við Langasjó | 1090 | 1000 | 20 | 8 |
20. ágúst | Miðvikudagur | Vífilsfell | 652 | 450 | 6 | 3 |
23. ágúst | Laugardagur | Fáfarnir tindar í Eyfjafjallajökli | 1300 | 1400 | 15 | 10 |
17. september | Miðvikudagur | Þúfufjall, Hvalfjörður | 555 | 470 | 5 | 2 |
20. September | Laugardagur | Högnhöfði | 1007 | 1000 | 14 | 6 |
15. október | Miðvikudagur | Geitahlíð og Stóra-Eldborg | 386 | 320 | 5 | 2 |
18. október | Laugardagur | Tindaskagi | 817 | 700 | 7 | 5 |
12. nóvember | Miðvikudagur | Eyrarfjall í Kjós | 476 | 390 | 10 | 2 |
15. nóvember | Laugardagur | Þverfell við Reiðarvatn | 653 | 650 | 11 | 5 |
31. desember | Miðvikudagur | Úlfarsfell | 295 | 260 | 4 | 2 |