Fjallageitur III

Allt árið

Kynningarfundur á Facebook-síðu Fjallafélagsins þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20. Sjá nánar HÉR

Fjallageitur er nýjung á Íslandi í heilsueflandi útivist en hér er fléttað saman útivist annars vegar og styrktar- og þolæfingum hins vegar. Boðið er upp á þrjár æfingar í viku, tvo líkamsræktartíma og einn útivistarviðburð.

Það sem einkennir Fjallageitur III:

 • Lítill hópur, hámarksfjöldi er 25 manns
 • Áhersla á góða stemmningu í þéttum útivistarhóp
 • Með litlum hóp næst fram persónulegri tenging og betri upplifun
 • Fjölbreytt útivist svo sem fjallgöngur, utanbrautar gönguskíði, fjallaskíði, fjallahjól, klettaklifur og ísklifur
 • Markviss og persónuleg þjálfun sem byggir á hugmyndafræði Base Camp Training
 • Æfingakerfið er hannað fyrir útivistarfólk
Áttu þér draum?

Ef þú vilt koma þér í topp form fyrir drauma ferðina þá eru Fjallageitur Fjallafélagsins rétti staðurinn. Með góðum undirbúningi verður ferðin enn skemmtilegri og þú mætir í þínu besta formi til leiks.

Ekki átaksverkefni

Fjallageitur er ekki átaksverkefni heldur leið til að njóta hreyfingar allt árið. Við getum alltaf sett okkur ný og stærri markmið og mun dagskráin þróast með aukinni reynslu hópsins.

Fyrir hverja?

Fjallageitur er fyrir þá sem eru með góðan grunn í útivist svo sem fjallgöngum, gönguskíðum, fjallaskíðum og fjallahjóli. Við þurfum þó ekki að vera neinir meistarar í byrjun því markmiðið er jú að læra og æfast og verða þannig enn betri og færari. Stór hluti af dagskránni er einmitt kennsla í fjallamennsku og annarri útivist. Þátttakendur þurfa að geta haldið í hópinn á meðal gönguhraða í fjallgöngu. Við erum alltaf að njóta í útivistinni og erum aldrei í keppni, en þokkalegt form er þó nauðsynlegt. Einnig bendum við á að hægt er að byrja í Fjallageitum I eða Fjallageitum II og færa sig svo síðar í þennan hóp.

Tímabil

Fjallageitur er mánaðarleg áskrift að útivist og líkamsrækt. Hópurinn er starfandi allt árið en frí er í júlí og hálfan desember. Dagskráin á vormisseri er hér fyrir neðan.

Skipulag

Útivsitarverkefnin eru annan hvern fimmtudag og annan hvern sunnudag. Base Camp æfingarnar í World Class Laugum eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6:30.

Base Camp Training

Base Camp æfingakerfið er hannað fyrir útivistarfólk með það fyrir augum að koma fjallageitum í toppform og byggja upp grunn til að stunda útivist. Útivistarfólk þarf að stunda alhliða líkamsrækt til að hafa styrk og liðleika en einnig til að forðast verki og meiðsli. Tímarnir eru lokaðir fyrir Fjallageitur III og hámarksfjöldi í sal er 25 manns. Þjálfunin er einstaklingsbundin svo að hver þátttakandi nái hámarks árangri á sínum forsendum. Einblínt er á árangur en ekki ákafa og þannig er hætta á meiðslum lágmörkuð. Við leggjum áherslu á góða stemmningu og samheldni hópsins. Tímarnir fara fram í World Class Laugum á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:00. Hver tími er 50 mínútur.

 1. Langar þig til að styrkja stoðkerfi líkamans?
 2. Langar þig til að auka styrk?
 3. Viltu öðlast betra úthald?
 4. Langar þig til að bæta jafnvægið og auka hreyfifærni?
 5. Langar þig til að auka liðleika?

Ef svarið er við þessum spurningum þá er Base Camp æfingakerfið fyrir þig!

Base Camp æfingakerfið er sérstaklega hannað til að styðja við alla ofangreinda þætti iðkenda í líkamsrækt. Nú býðst þér að taka þátt í Base Camp og njóta þess að komast þitt besta form!  Þjálfari stýrir æfingum og veitir persónulega ráðgjöf út frá forsendum hvers og eins. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta, æfa og njóta.

Grunnstoðirnar fimm

 1. Stoðkerfið – Unnið er sérstaklega með kjarnaæfingar (core) og liðir líkamans styrktir markvisst (hné, mjaðmir, bak, kviður og axlarliðir).
 2. Styrkur – Unnið er með fjölbreyttar styrktaræfingar þar sem notast er við lóð, TRX bönd, bjöllur og eigin líkamsþyngd.
 3. Úthald – Boðið er upp á úthaldsæfingar í tækjum; róðravélar, æfingahjól og þrekæfingar með bjöllum, kössum og á gólfi.
 4. Jafnvægi og hreyfifærni – Jafnvægisæfingar eru unnar á sérstökum jafnvægisbrettum. Einnig eru fjölbreyttar útfærslur hreyfifærniæfinga á gólfi.
 5. Liðleiki – Fjölbreyttum teygjuæfingum er fléttað inn í æfingakerfið og einnig er gefinn tími í teygjuæfingar í lok hvers tíma.

Æfingakerfið miðar að því að blanda saman því besta úr líkamsrækt, styrktar- og þolþjálfun, jafnvægisæfingum og teygjum. Við ábyrgjumst að þú munt upplifa mikla breytingu við að stunda Base Camp æfingar og lofum endurgreiðslu ef þær eru ekki að skila þér árangri. Við hjá Fjallafélaginu erum sannfærð um að þetta sé besta kerfið sem völ er á í dag fyrir alla sem stefna á toppinn á tindum hérlendis sem erlendis. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Umsjón

Umsjón með útivistarverkefnum: Haraldur Örn Ólafsson
Haraldur á að baki yfir 20 ára farsælan feril í fjallamennsku og heimskautaferðum en meðal leiðangra hans eru Mt. Everest, Norðurpóllinn, Suðurpóllinn, Aconcagua, Mt. McKinley, Elbrus, Kilimanjaro, Mt. Blanc og Grænlandsjökull. Haraldur hefur um margra ára skeið verið fararstjóri hérlendis sem erlendis og hefur leitt fjölda hópa á hæstu tinda landsins en einnig á fjöll erlendis og má þar nefna Mt. Blanc, grunnbúðir Everest og Kilimanjaro.

 

 

 

 

Umsjón með Base Camp Training æfingum: Jón Ívar Ólafsson
“Ég heiti Jón Ívar Ólafsson, alltaf kallaður Jónsi og hef starfað sem einkaþjálfari í 24 ár, lengst af í World Class Laugum frá árinu 2004. Ég er menntaður ACE þjálfari og hef í gegnum árin þróað mitt eigið æfingakerfi sem fullkomnast í Base Camp æfingakerfinu. Gildin í þjálfun hjá mér endurspeglast í mínu eigin lífsviðhorfi þar sem jafnvægi er gott á milli æfinga inni og úti. Ég stunda sjálfur hjólreiðar, utanvegahlaup, lyftingar og fjalla- og gönguskíðamennsku. Ég legg mikið uppúr fjölbreyttri hreyfingu allan ársins hring og langar til að deila minni reynslu og þekkingu með þér.”

Áskriftin

Fjallgeitur er í mánaðarlegri áskrift og kostar hver mánuður kr. 39.000. Greitt er í byrjun hvers mánaðar. Engin binding er í áskriftinni og er hægt að segja henni upp fyrir hver mánaðamót. Ekki er greitt fyrir júlí og hálfan desember þegar Fjallgeitur fara í frí. Smelltu á “Skrá mig” til þess að kaupa áskrift en fyrsta rukkun er í byrjun mars.

Innifalið
 • Leiðsögn og kennsla í útivistarverkefnum
 • Lokaðar Base Camp Training æfingar
Ekki innifalið
 • Aðgangur að stöðvum World Class
 • Annar aðgangseyrir svo sem að Nauthólsvík og Klifurhúsi
 • Akstur og flutningur vegna ferða

 

TÍMALENGD

Ótímabundið

TEGUND FERÐAR

Gönguhópur

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

39.000 kr. á mán.

DAGSKRÁ

Dagsetning Dagur Staður Æfing
6.3.2022 Sunnudagur Hátindur Laufskörð Fjallganga kl. 10
8.3.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
10.3.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
10.3.2022 Fimmtudagur Staðsetning tilkynnt síðar Tækniæfing, ísaxir og broddar kl. 18
15.3.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
17.3.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
20.3.2022 Sunnudagur Sólheimajökull Ísklifur kl. 10
22.3.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
24.3.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
24.3.2022 Fimmtudagur Vífilsfell Fjallganga kl. 18
29.3.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
31.3.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
3.4.2022 Sunnudagur Eyjafjallajökull (fjallaskíði) Fjallaskíðaferð kl. 10
5.4.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
7.4.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
7.4.2022 Fimmtudagur Klifurhúsið Klifuræfing kl. 12
12.4.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
19.4.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
21.4.2022 Fimmtudagur Kerhólakambur Esju Fjallganga kl. 18
26.4.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
28.4.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
1.5.2022 Sunnudagur Baula Fjallganga kl. 10
3.5.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
5.5.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
5.5.2022 Fimmtudagur Hengill (Skeggi) um Dyradal Fjallganga kl. 18
10.5.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
12.5.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
15.5.2022 Sunnudagur Syðsta-Súla á fjallaskíðum Fjallganga kl. 10
17.5.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
19.5.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
19.5.2022 Fimmtudagur Nauthólsvík Fjallahjól og sjósund kl. 18
24.5.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
29.5.2022 Sunnudagur Skessuhorn Fjallganga kl. 10
31.5.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
2.6.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
2.6.2022 Fimmtudagur Akrafjall (klettaklifur) Klettaklifur kl. 18
7.6.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
9.6.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
12.6.2022 Sunnudagur Geitlandsjökull Ferðaskíðaferð kl. 10
14.6.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
16.6.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
16.6.2022 Fimmtudagur Heiðmörk Fjallahjólaæfing kl. 18
26.6.2022 Sunnudagur Kirkjufell við Grundarfjörð Fjallganga kl. 10
28.6.2022 Þriðjudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
30.6.2022 Fimmtudagur World Class Laugum Base Camp Training kl. 6:30
30.6.2022 Fimmtudagur Nauthólsvík Fjallahjól og sjósund kl. 18

 

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.