Ævintýrahlaup

Allt árið

Kynningarfundur á Facebook-síðu Fjallafélagsins þriðjudaginn 1. mars kl. 20. Sjá nánar HÉR

Æfintýrahlaup er hlaupahópur þar sem fléttað saman fjallahlaupum, náttúruhlaupum og styrktar- og þolæfingum í metnaðarfullri dagskrá. Boðið er upp á þrjár æfingar í viku. Dagskráin er neðst á síðunni.

Það sem einkennir Ævintýrahlaup er:

 • Lítill hópur, hámarksfjöldi er 40 manns
 • Hópnum er skipt í tvennt eftir getu og eru tveir þjálfarar með hvorum hóp á æfingum og í ævintýrahlaupum.
 • Áhersla á góða stemmningu í þéttum hlaupahóp
 • Með litlum hóp næst fram persónulegri tenging og betri upplifun
 • Markviss og persónuleg nálgun við æfingar
Ævintýrahlaup

Einn laugardag í hverjum mánuði er hlaupaviðburður sem við köllum ævintýrahlaup, en þá er farið um spennandi slóðir sem fæstir hafa hlaupið. Hefjast kl. 10. 

Æfingar

Á miðvikudögum eru hlaupaæfingar þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttar hlaupaleiðir í nágrenni höfuðborgarinnar. Hópnum er skipt í tvennt eftir getu og eru tveir þjálfarar með hvorum hóp. Hefjast kl. 18.

Villihlaup

Þrjá laugardaga í mánuði eru hlaupaviðburðir sem við köllum villihlaup. Hópurinn hittist og hleypur saman samkvæmt leiðbeiningum. Hver hleypur á eigin forsendum og án þjálfara. Hefjast kl. 10.

Tímabil

Ævintýrahlaup er mánaðarleg áskrift að útivist og líkamsrækt. Hópurinn er starfandi allt árið en frí er í júlí og hálfan desember. Dagskráin á vormisseri er hér fyrir neðan.

Base Camp Training

Á þriðjudögum eru Base Camp æfingar í World Class Laugum kl. 6:30. Æfingakerfið er hannað fyrir útivistarfólk með það fyrir augum að komast í toppform og byggja upp grunn til að stunda útivist. Þjálfunin er einstaklingsbundin svo að hver þátttakandi nái hámarks árangri á sínum forsendum. Einblínt er á árangur en ekki ákafa og þannig er hætta á meiðslum lágmörkuð. Við leggjum áherslu á góða stemmningu og samheldni hópsins. Tímarnir fara fram í World Class Laugum á þriðjudögum klukkan 6:30. Hver tími er 50 mínútur.

Grunnstoðirnar fimm

 1. Stoðkerfið – Unnið er sérstaklega með kjarnaæfingar (core) og liðir líkamans styrktir markvisst (hné, mjaðmir, bak, kviður og axlarliðir).
 2. Styrkur – Unnið er með fjölbreyttar styrktaræfingar þar sem notast er við lóð, TRX bönd, bjöllur og eigin líkamsþyngd.
 3. Úthald – Boðið er upp á úthaldsæfingar í tækjum; róðravélar, æfingahjól og þrekæfingar með bjöllum, kössum og á gólfi.
 4. Jafnvægi og hreyfifærni – Jafnvægisæfingar eru unnar á sérstökum jafnvægisbrettum. Einnig eru fjölbreyttar útfærslur hreyfifærniæfinga á gólfi.
 5. Liðleiki – Fjölbreyttum teygjuæfingum er fléttað inn í æfingakerfið og einnig er gefinn tími í teygjuæfingar í lok hvers tíma.

Æfingakerfið miðar að því að blanda saman því besta úr líkamsrækt, styrktar- og þolþjálfun, jafnvægisæfingum og teygjum.

Áskriftin

Ævintýrahlaup eru í mánaðarlegri áskrift og kostar hver mánuður kr. 19.900. Greitt er í byrjun hvers mánaðar. Engin binding er í áskriftinni og er hægt að segja henni upp fyrir hver mánaðamót. Ekki er greitt fyrir júlí og hálfan desember þegar Ævintýrahlaup fara í frí.

Innifalið
 • Hlaupaviðburðir: Ævintýrahlaup, æfingar og villihlaup
 • Base Camp Training æfingar
Ekki innifalið
 • Aðgangur að stöðvum World Class
 • Akstur og flutningur vegna ferða
Umsjón með hlaupaæfingum

Ragnar Antoniussen byrjaði að hlaupa fyrir nokkrum árum síðan og hefur alltaf hlaupið utanvega, fyrst með hópi Landvætta, síðan með Náttúruhlaupum og svo á eigin vegum.  “Eftir að hafa byrjað á utanvegahlaupunum þá sé ég að þau eru tilvalin leið til að upplifa náttúruna og til að njóta. Ég hef stundað fjallaferðir í mörg ár og byrjaði að hlaupa til að koma mér í fullkomið fjallaform. “

Bjarki Valur Bjarnason hefur stundað hlaup í einu eða öðru formi frá því seint á síðustu öld.  Hann hefur einnig stundað fjallabrölt af ýmsu tagi í gegn um árin og í seinni tíð kýs hann helst að hlaupa um ótroðnar slóðir og leggur áherslu á að njóta ferðalagsins.  Hann myndi sjálfur seint skilgreina sig sem keppnishlaupara en stendur tvímælalaust fyrir sínu.

 

Sigrún Hermannsdóttir fór ekki að stunda utanvegahlaup fyrr en eftir fertugt, full efasemda um eigin hlaupagetu. Efasemdirnar véku hins vegar fljótt fyrir þeirri ánægju sem hlaup í skógum, meðfram vötnum, upp um fjöll og firnindi hafa veitt og er í dag endalaust þakklát fyrir þessa nýju ferðavídd sem hlaupin hafa opnað, hérlendis og erlendis.

 

Gunnar Júlísson byrjaði að hlaupa fyrir 10 árum og hafði þá ekki hlaupið lengra en út í bíl. “Nokkrum bjórum síðan og ómældum gleðistundum með góðum vinum hef ég farið frá því að hlaupa milli staura í að geta hlaupið 100 mílna utanvegahlaup. Ég lít á hlaupin sem tækifæri til að ferðast og sjá staði sem ég myndi líklega ekki sjá annars, þetta hefur leitt mig í hlaup um víða veröld.”

Umsjón með Base Camp Training:

Jón Ívar Ólafsson.
“Ég heiti Jón Ívar Ólafsson, alltaf kallaður Jónsi og hef starfað sem einkaþjálfari í 24 ár, lengst af í World Class Laugum frá árinu 2004. Ég er menntaður ACE þjálfari og hef í gegnum árin þróað mitt eigið æfingakerfi sem fullkomnast í Base Camp æfingakerfinu. Gildin í þjálfun hjá mér endurspeglast í mínu eigin lífsviðhorfi þar sem jafnvægi er gott á milli æfinga inni og úti. Ég stunda sjálfur hjólreiðar, utanvegahlaup, lyftingar og fjalla- og gönguskíðamennsku. Ég legg mikið uppúr fjölbreyttri hreyfingu allan ársins hring og langar til að deila minni reynslu og þekkingu með þér.”

TÍMALENGD

Ótímabundið

TEGUND FERÐAR

Hlaupahópur

INNIFALIÐ

Sjá lýsingu

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

19.900 kr. á mán.

DAGSKRÁ

Mars mið 02 Æfing Hólmsheiði
lau 05 Ævintýrahlaup Óseyrartangi – fjöruhlaup og kaffihús
þri 08 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 09 Æfing Ríkishringur í Heiðmörk
lau 12 Villihlaup Esja um Einarsmýri upp og niður með Mógilsá
þri 15 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 16 Æfing Hvaleyrarvatn, Stórhöfði, Kaldársel
lau 19 Villihlaup Kringum Helgafell
þri 22 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 23 Æfing Hólmsheiði
lau 26 Villihlaup Hringur frá Guðmundarlundi
þri 29 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 30 Æfing Úlfarsfell
Apríl lau 02 Ævintýrahlaup Þingvellir, hringur um hraunið. Yfir Hrafnagjá, vestan við Hrafnabjörg að Ármannsfelli. Yfir Þingvallahraun og til baka að bíl.
þri 05 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 06 Æfing Esja, upp að steini um Einarsmýri og Bibban niður
lau 09 Villihlaup Frá Vífilsstaðavatni eftir Vífilsstaðahlíð að enda hlíðar og lengra
þri 12 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 13 Æfing Stór hringur kringum Helgafell
lau 16 Villihlaup Uppsveitir Hafnarfjarðar Húsfell, Helgafell
mið 20 Æfing Ríkishringur í Heiðmörk, öfugur hringur
lau 23 Villihlaup Skíðahringurinn í Heiðmörk og gulur hringur
þri 26 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 27 Æfing Vífilsstaðahlíð, fjólublár og gulur
lau 30 Villihlaup Gunnlaugsskarð og niður eftir vegi að Esjustofu.
Maí mán 02 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 04 Æfing Esja um Einarsmýri upp og niður með Mógilsá
lau 07 Ævintýrahlaup Jaðarinn. Vinsæl hjólaleið frá Bláfjöllum að Helluvatni í Heiðmörk
mán 09 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 11 Æfing Úlfarsfell
lau 14 Villihlaup Skíðahringurinn í Heiðmörk og Löngubrekkur að Búrfellsgjá og til baka sömu leið
mán 16 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 18 Æfing Hvaleyrarvatn, Stórhöfði, Kaldársel
lau 21 Villihlaup Úlfarsfell upp og hringinn í kring
mán 23 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 25 Æfing Skíðahringur í Heiðmörk
lau 28 Villihlaup Skíðahringurinn í Heiðmörk og gulur Heiðmerkur hringur
mán 30 GYM Base Camp Training World Class Laugum
Júní mið 01 Æfing Heiðmörk, skíðaleið að Búrfellsgjá
lau 04 Ævintýrahlaup Hraunsfjörður á Snæfellsnesi um Nátthaga og Hraunsfjörð og svo til baka að bílum
mið 08 Æfing Esja, upp að steini um Einarsmýri og Bibban niður
lau 11 Villihlaup Hólmsheiði
mán 13 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 15 Æfing Helgafell, stór hringur
lau 18 Villihlaup Esja, upp að steini um Einarsmýri og Bibban niður
mán 20 GYM Base Camp Training World Class Laugum
mið 22 Æfing Æsustaðarfjall, Reikjafell og Helgafell
lau 25 Villihlaup Frá Reykjalundi, uppá Helgafell
mán 27 GYM Base Camp Training World Class Laugum. Rólegt
mið 29 Æfing Vífilsstaðahlíð, fjólublár og gulur. Rólegt
Júlí lau 02 KEPPNISHLAUP Heilt Þorvaldssalsskokk 25 km. Lokahlaup fyrir sumarfrí. Hlaupahópur byrjar aftur í september

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.