Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Leiđalýsingar
Móskarđshnjúkar
Hafnarfjall
Vífilsfell
Heiđarhorn
Vestursúla
Grímannsfell
Reykjadalur frá Hveragerđi
Helgafell
Akrafjall
Úlfarsfell
Kerhólakambur
Hátindur
Leiđalýsingar :: Grímannsfell

Grímannsfell


Ökuferðin: Frá Reykjavík er ekið upp Mosfellsdal. Rétt áður en komið er að Gljúfrasteini er beygt til hægri inn Helgadal. Ekið er eftir þeim afleggjara um 700 metra og hefst þar gangan (sjá kort í myndasafninu að neðan).

Gangan: Gengið er yfir móa og upp vinstra megin við grýttan hól. Þá er gengið upp lítið klettabelti og minnkar brattinn fljótlega eftir það. Nú er haldið beint af augum eftir aflíðandi ásum þar til komið er á vestari tindinn er nefnist Flatafell (436 m). Til að fara á hæstu hæð fjallsins er haldið áfram (tæpa 2 km vegalengd) í sömu átt á Stórhól sem er í 482 m hæð.

Heildargöngutími: Ganga á Flatafell tekur um 2 tíma (upp og niður aftur) en ef gengið er á Stórhól má búast við um 3ja klst. göngu.

Hæðarhækkun: 335 metrar

+ Myndir


Kort. Hér byrjar gönguleiđin á Grímannsfell. Grimannsfell séđ frá Mosfellsdal Hér er beygt inn Helgadal. Ekinn er um einn kílómetri eftir afleggjaranum og hefst ţar gangan. Horft upp gönguleiđina á Grímannsfell. Horft til Reykjavíkur af Grímannsfelli. Gönguleiđin blasir hér viđ. Fariđ er upp vinstra megin á myndinni og síđan upp í gegnum lítiđ klettabelti efst á myndinni. Grímannsfell séđ yfir Mosfellsdal frá Mosfelli. Prestsetur Mosfellskirkju er hér í forgrunni. Grímannsfell ađ baki. 
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli