Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Lokaákvörđun kl. 12

Lokaákvörđun kl. 12


Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður ákvörðun um hugsanlega opnun Þórsmerkur tekin á fundi sem hefst klukkan 11. Búist er við tilkynningu fyrir klukkan 12. Ef ákveðið verður að opna verður lagt af stað klukkan 12:30 í ferðina að gosinu. Áætluð koma til Reykjavíkur er á miðnætti.

Samkvæmt vísindamönnum þá er ekki sjáanleg nein aukning á gosinu og virðist því aðeins vera um yfirborðsbreytingu að ræða. Flogið var yfir gosið í morgun og er ljóst að það er enn tilkomumeira að sjá eftir að nýja sprungan opnaðist. Ef af ferðinni verður munum við ná að sjá gosið í ljósaskiptunum og verður það mikið sjónarspil. Áhugavert viðtal var við Ómar Ragnarsson við gosið í fréttum RÚV klukkan 9 í morgun. Hægt er að fylgjast með gosinu á vefmyndavél á síðunni www.mila.is.

Fylgist með heimasíðunni klukkan 12 og fréttum af niðurstöðu almannavarnafundar. Þátttakendur verða að hafa með sér höfuðljós eða vasaljós.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli