Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: GPS tćki

GPS tćki


GPS-tæki eru nauðsynlegur útbúnaður í öllum fjallaferðum nútímans. Þessi litlu undratæki að viðbættum tveimur litlum og frískum rafhlöðum koma í veg fyrir allar villur. Hér áður fyrr gat maður fengið kvíðahnút í magann ef að þoka skall á upp til fjalla en nú getur maður slakað á í vissu þess að GPS-tækið mun benda á rétta leið.

Þessi tæknibylting hefur þó skapað nýtt vandmál: Hvernig GPS-tæki á ég að kaupa mér? Á Íslandi er staðan þannig í dag að það er aðeins einn framleiðandi sem býður upp á nákvæm kort í tækjunum og það er Garmin. Tæki án korta standa þó fyllilega fyrir sínu og gera sama gagn og kortatækin ef næg þekking er til staðar hjá notandanum en notkunarmöguleikarnir aukast mikið við kortin.

Þó búið sé að ákveða að fjárfesta í einu Garmin tæki þá er vandmálið ekki leyst því að um mörg ólík tæki er að ræða. Garmin eTrex tækin hafa verið lengi á markaðnum og hafa sannað sig sem létt og vönduð tæki. Garmin GPSMAP 60 tækin hafa einnig verið lengi á markaðnum og hafa gefið mjög góða raun, sérstaklega CSx tækið. Þessum tækjum er stjórnað með gamla laginu, þ.e. tökkum en ekki snertiskjá. Garmin Dakota og Garmin Oregon tækin eru nýjustu tækin og nokkuð ólík eldri tækjunum. Þessi nýju tæki eru með snertiskjá og fullt af nýjum möguleikum eins og þrívíddar-korti og sum tækin eru með innbyggða myndavél. Kosturinn við þessi nýju tæki er að þau eru mjög einföld í notkun og fljótlegt fyrir flesta að komast upp á lagið með að nota þau.

Hvaða tæki á svo að velja? Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu. Öll þessi tæki koma að sama gagni og munu koma þér á áfangastað svo framarlega sem þú kannt að nota þau. Prófaðu tækin og fiktaðu í tökkunum og svarið mun koma til þín. Mundu svo að hafa tækið alltaf innan seilingar á fjöllum og nóg af rafhlöðum. Best er að nota tækið reglulega þó að skyggni sé gott til að venjast notkuninni. Það er ekki vænlegt til árangurs að kveikja á tækinu í fyrsta skipti þegar það er komin þoka.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli