Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Ţverártindsegg

Ţverártindsegg


Ein allra flottasta fjallganga í 10 ára sögu Fjallafélagsins...það er bara þannig!
58 Fjallafélagar ásamt 10 fararstjórum toppuðu Þverártindsegg í frábærum aðstæðum laugardaginn 11. maí. Það gekk allt upp hjá okkur þennan dag, allir fóru á toppinn og komu þreyttir en skælbrosandi aftur niður. 
Upplifunin var svo sterk í þessu magnaða umhverfi. 
Gangan upp á topp tók rúma 6 klst. Við stoppuðum á toppnum í rjómablíðu í klukkutíma og vorum að klára gönguna eftir uþb 11 klst. 
Það er eiginlega erfitt að lýsa svona göngu með orðum og myndirnar fanga varla fegurðina sem er þarna á ferðinni. Stórbrotið umhverfið og ekki skemmdi hvað félagsskapurinn var frábær eins og alltaf.

MYNDIR ÚR FERÐINNI

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli