Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Fyrsta gangan - Akrafjall

Fyrsta gangan - Akrafjall


Það var ekki beint bjart útlitið á bílastæðinu við Akrafjall í fyrstu göngu ársins. Gríðarlega þykkt og mikið snjóél var nýbyrjað að blása snjónum yfir svæðið. Klukkan orðin 10 á laugardagsmorgni og ennþá hálfgert myrkur. Hópurinn samankominn í fyrstu göngu ársins, það var ekkert annað að gera en að kýla á það og vona það besta! 

Við ákváðum að fara á Háahnjúk í staðinn fyrir Geirmundartind, enda örlítið styttri ganga - það hentar betur í þetta skiptið. 

Það rættist mjög vel úr göngunni þrátt fyrir dökkt útlit í byrjun, það var hægur vindur með snjókomu sem var ekkert að angra okkur. Það fór þó að hvessa þegar við áttum um 2-300 metra eftir upp á Háahnúk en áfram arkaði hópurinn á toppinn. Þangað var hópurinn samankominn eftir tæplega 2 klst göngu og naut þess að borða nestið...og enn snjóaði! 

Þetta var flott fyrsta ganga þar sem fullt af nýliðum brutu ísinn, frábært að bjóða nýja meðlimi velkomna í Fjallafélagið. Gangan á Háahnúk (556 m.) tók  2 klst. og 45 mínútur. 

Árið fer vel af stað! 

or   Sjá allar fréttir

+ Myndir

                 
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli