Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Ćvintýraferđ á Vestfirđi

Ćvintýraferđ á Vestfirđi


Vestjarðaævintýri - eða eigum við að segja Vestfjarðadraumur!? 

Helgina 9. til 12. ágúst lögðum við land undir fót og héldum til Vestfjarða. Tveir göngudagar voru skipulagðir. Fyrri daginn gengum við uppúr botni Dýrafjarðar upp á hápunkt Glámuhálendins sem heitir Sjónfríð og er í 920 m. yfir sjávarmáli. Þetta er falleg gönguleið þar sem öll flóran af vestfirsku ölpunum verður á vegi manns, allt frá birkiskóginum og fallegum flúðum upp í mosagróið stórgrýtið sem hylur allt undir fæti þegar upp á hásléttuna er komið. Gangan var 15 km löng og tók 7 klst og 30 mínútur. 

Seinni dagurinn var algjört bingó þar sem hópurinn fékk þvílíka veðurblíðu á hæsta tindi Vestfjarða, Kaldbak sem er 998 m. yfir sjávarmáli. Gengið var úr Kvennaskarði eftir hrygg sem liggur beinustu leið á tindinn. Svolítið klöngur er í efsta hlutanum sem er krefjandi fyrir þá sem eru ófótvissir en allt gekk vel og áður en við vissum stóðum við á toppnum og með þvílíkt dýrðarútsýni í allar áttir. 

Myndirnar tala sínu máli. smellið hér til að skoða þær. 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli