Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Tröllakirkja á Holtavörđuheiđi

Tröllakirkja á Holtavörđuheiđi


Helgrindur á Snæfellsnesi voru á dagskránni okkar laugardaginn 14. apríl.  En það var hvorki gengið á laugardegi né á Helgrindur.  Fararstjórar frestuðu yfir á sunnudag þar sem veðurspáin var afgerandi betri þann dag - en svo súrnaði hún hressilega daginn fyrir göngu.  Ekki góð reynsla af tvísýnu veðri á utanverðu Snæfellsnesi.  Fararstjórar hafa nokkrum sinnum rætt að stundum þarf hreinlega að skipta um fjall ef það blasir við að aðstæður séu betri á öðru "nálægu" fjalli.  Það var gert um kvöldmatarleytið á laugardeginum.  Tröllakirkja á Holtavörðuheiði varð fyrir valinu.  Þar var jú besta veðurspáin!  

Í stuttu máli má segja að þarna hafi ákarðantakan heppnast vel - við fengum frábært veður, geggjað útsýni og þægilegan snjó til að marka örugg spor fyrir hópinn.  Lögðum í hann 10:05 frá bílastæðinu efst á heiðinni og komum til baka 6 klst og 15 mínútum síðar eftir 14,7 km göngu.  

Tröllakirkjan er eitt af þessum fjöllum sem fólk brunar framhjá á þjóðveginum og það fær ekki mikla athygli.  3-4 km ganga er að fjallinu þangað til brattinn fer að taka og virkar það kannski ekki svo spennandi út um bílgluggann á 100 km hraða.  Tröllakirkjan sem er í svokölluðum Snjófjöllum er reyndar býsna skemmtileg þegar maður kemur upp.  Útsýnið er algjörlega gjeggað þarna uppi og toppurinn er að þræða brúnina yfir á nyrsta kollinn sem er falleg klettaborg; hægt að finna góð leið niður við hliðina á henni. 

Frábær sunnudagsmessa í Tröllakirkju! 

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI 

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli