Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Hulinheimar Mýrdals

Hulinheimar Mýrdals


Enn á ný var Mýrdalurinn rannsóknarefni hópsins en þetta er 3ja árið í röð sem við könnum stórbrotna og fallega náttúruna undir Mýrdalsjökli. Þarna kemur varla nokkur maður nema þá smalarnir á haustin. 

Núna lögðum við upp frá Stóru Heiði (skammt frá Heiðarvatni) en Hermann og Sigga voru tvítug þegar þau stofnuðu þar sauðfjárbú árið 1979. Þau fluttu þaðan árið 2001 en héldu búskapnum áfram allt fram til ársins 2012. Það var einstakt að koma á þeirra gömlu heimaslóðir, kynnast landinu og heyra sögur af bændum, búskap og fleiru. Hermann leiddi gönguna og jós úr sögusafni sínu í hvert sinn sem stoppað var. Það var sagt að það væri "þokusælt" í Mýrdalnum og það stóð heima - útsýnið var að skornum skammti þennan daginn en við nutum engu að síður litríku gróðarsældarinnar með krækiberjalyngið inn á milli að ógleymdum félagsskapnum. 

Við fórum um Heiðarheiði, Indíánaskarð, Sofndali og fleira en helsti áfangastaður okkar í ferðinni var Galtárhöfuð sem er í uþb 620 m hæð en þar eru hrikalegar brúnar sem liggja ofan í Heiðargilið. 

Við gengum alls 18,5 km með hækkun upp á rúma 900 m. Takk Hermann og Sigga fyrir að leiða hópinn um þessa einstöku náttúrufegurð!

MYNDIR ÚR FERÐINNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli