Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Best útsýnisfjall landsins?

Best útsýnisfjall landsins?


Prestahnúkur (1226 mys.) við Geitlandsjökul er eitt af þessum "nýju" fjöllum á dagskránni þetta árið en þetta er í fyrsta sinn sem Fjallafélagið skipuleggur ferð á þennan flotta tind.  Fjallið stendur rétt vestan við Geitlandsjökul og er 1226 m. hátt. Ekið er inn á Kaldadalsveg en af honum er beygt inn í Þórisdal og ekið 30-40 mínútur eftir grófum slóða að fjallinu (aðeins fyrir jeppa, helst 33"+). 

Við fullyrðum að þetta er eitt besta útsýnisfjall Íslands því upp á topp opnast 360 gráðu útsýni til allra átt sem var óviðjafnanlegt þennnan dag.  

Gangan á þetta litríka og formfagra fjall er brött á köflum en ekki svo erfið. Eitt haft er á leiðinni þar sem þarf að leggja frá sér stafina og beyta höndum.  Hækkunin er uþb 650 metrar eða rétt rúmlega það að ganga upp á Steini! Ekki amaleg verðlaun sem maður fær því útsýnið er ótrúlegt til allra átta!

SJÁ MYNDIR ÚR GÖNGUNNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli