Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Jarmađ og baulađ á Hraunsnefi

Jarmađ og baulađ á Hraunsnefi


Fjallafélagar áttu sannkallaðar gæðastundir laugardaginn 18. febrúar þegar gengið var á Hraunsnefsöxl í Borgarfirði (485 m). Mætingin var frábær þennan dag en hvorki fleiri né færri en 70 félagsmenn voru mættir!

Það fer enginn á fjöll þessa dagana án þess að tala um vorblíðuna sem er á ferðinni á skrýtnum tíma þetta árið. Húsdýrin á Hraunsnefi heilsuðu okkur með sínu bauli, jarmi og góli...getur verið að það sé febrúar? Eftir gönguna var gæðastund á sveitahótelinu þar sem göngugarparnir renndu niður ljúffengri grænmetissúpu og auðvitað kaffi og súkkulaði á eftir. Ekki amalegt eftir útiveruna að fá þessar hlýlegu og skemmtilegu móttökur fjölskyldunnar á Hraunsnefi. Þarna er yndislegt að vera.

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli