Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Nýjar áskoranir á nýju ári!

Nýjar áskoranir á nýju ári!


Fjallafélagið óskar fjallafólki nær og fjær gleðilegs árs!   

Ný fjallgönguáskorun hefur litið dagsins ljós.  Smelltu hér til að skoða dagskránna.

Fjallgönguáætlunin  í hnotskurn:

  • Gengið á fjögurra vikna fresti yfir allt árið á miðvikudögum og laugardögum 
  • Tvær helgarferðir: Friðland að Fjallabaki og Hulinheimar Mýrdals
  • Hefst 21. janúar á Helgafelli í Hafnarfirði og lýkur á Gamlársdag á Úlfarsfelli!
  • Fyrsta gangan er frí - allir velkomnir!

Kynningarfundur verður haldin miðvikudaginn 11. janúar kl. 20:30 í World Class Laugum.

Um Fjallafélagið:
Bræðurnir Haraldur Örn og Örvar Þór Ólafssynir standa á bak við Fjallafélagið en þeir leggja mikið upp úr faglegri leiðsögn og öryggi í öllum ferðum félagsins.  Samheldni og gleði er það sem einkennir hópinn enda hafa sterk vinabönd myndast í ferðum Fjallafélagsins á síðustu árum, innanlands sem utan.  Árið 2017 er lögð áhersla á fjölbreytta göngudagskrá á vit nýrra ævintýra sem allt hraust fólk getur ráðið við.  Nokkur verkefnin eru krefjandi sem kallar á gott líkamlegt ástand.  Gönguhraði er þó stilltur af eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.  

Gerðu útivist að lífsstíl og gakktu með Fjallafélaginu allt árið!  

Myndin að neðan er tekin á toppi Búrfells í Grímsnesi í febrúar 2016.  Skoða fleiri myndir.

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli