Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Gengiđ á Jarlhettur

Gengiđ á Jarlhettur


Jarlhettur er röð tæplega 20 móbergstinda við Eystri Hagafellsjökul í Langjökli. Fjallgarðurinn var tignarlegur að sjá þegar hópurinn stoppaði á Gullfossi snemma laugardaginn 3. september og það var kominn friðringur í hópinn að ganga á þessi fjöll sem svo fáir leggja leið sína á.  Þarna er maður í návígi við ósnorta náttúruna við Hagavatn, Langjökul og fleiri nærliggjandi fjöll. 

Gangan hófst í blíðskaparveðri við sögufrægan skála Ferðafélags Íslands við Hagavatn sem myndi standa vel undir nafnbótinni krúttlegasti fjallaskáli Íslands en hann var byggður árið 1942. Hópurinn taldi 41 þennan daginn. Gengin var hringleið þar sem haldið var norður eftir fjallgarðinum austan megin, uppá Stóru Jarlhettu (943 m.) og niður hinum megin og síðan í suður aftur eftir Jarlhettudalnum vestan megin. 

Uppgangan á Stóru Jarlhettu er svolítið krefjandi þar sem brattar skriður eru undir fæti með lausum steinum hér og þar en það var verkefni sem þessi reyndi hópur leysti vandræðalaust. Það var sannkölluð sælustund að koma upp á fjallið í frábæru veðri og sjá yfir á Langjökul, Hagavatn og allan fjallahringinn í kring; Hlöðufell, Högnhöfða, Bláfell, Kerlingarfjöll, Þórisjökul, Geitlandsjökul, Langjökul og fleira og fleira.  Veðrið var dásamlegt og fer þetta stopp á toppnum í sögubækurnar þar sem hópurinn staldraði við í sæluvímu í alls 1 klst. og 10 mínútur - okkur langaði bara ekkert niður.  

Haldið var niður af Stóru Jarlhettu vestan megin beint niður bratta skriðu sem var ótrúlega auðveld niðurgöngu þótt brött væri þar sem undirlagið var mjúkt og engir stórir steinar sem velta af stað. Haldið suður eftir Jarlhettudalnum og alla leið niður í skálann aftur. 

Frábær ganga í yndislegu veðri sem tók alls 6 klst. og 10 mínútur (með öllum stoppum), göngulengd tæplega 14 km og hækun 770 m.  

MYNDIR ÚR GÖNGUNNI 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli