Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Háihnjúkur í Akrafjalli

Háihnjúkur í Akrafjalli


Til stóð að ganga á Heiðarhorn í Skarðheiði laugardaginn 18. apríl.  Strekkingsvindur var þessa helgi en eftir frestun og óvissustig var niðurstaðan að ganga á Akrafjall á sunnudeginum.  Hópurinn varð að láta sér sættast á minna verkefni því það var engan veginn fýsilegt að ganga á Skarðheiðina í þessum aðstæðum.  

Þegar venulegt fólk leit út um gluggann þennan sunnudagsmorgun voru fjallgöngur sennilega það síðasta sem kom fyrst upp í hugann.  Strekkingsvindur úr suðri með smá rigningarsudda í bland og sást ekki til fjalla.  Grámyglulegt.  En það er víst ekkert VENJULEGT fólk í þessum hópi okkar.  38 jaxlar voru mætti til leiks við Akrafjall klukkan 10, klárir í slaginn.  Þetta kallar maður alvöru útivistarfólk! 

Það var þungt yfir þegar hópurinn lagði að af stað upp með vatnsbóli Akurnesinga.  Hitinn um 8 stig og þurrt.  Gengið var á syðri hluta fjallsins og stefnan tekin á Háahnjúk (553 m.)  Gengið var meðfram brúninni til að njóta útsýnis niður að sjó.  Vindurinn æddi upp suðurhlíðina með látum og gat maður skynjað krafta vindsins þegar maður nálægt brúninni. 

Við bjuggumst við að ganga upp í þokuna sem hafði legið yfir um morguninn en hún lyfti sér á réttum tíma og hópurinn gekki við fínar aðstæður alla leið á upp á Háahnúk á 1 klst og 10 mínútum.  Þar var gott skjól og nærði hópurinn sig á meðan vindurinn barði suðurhlíðar fjallsins.

Síðan var haldið áfram út á Jókubungu og niður í Berjadal um Suðurgil en í því var mjúk og þægileg fönn.  Ferðin endaði svo á skemmtilegum stíg sem leiðir hópinn niður með gilinu sunnanmegin og alla leið niður aftur að vatnsbóli Akraborgnesinga.  

Sjá myndir hér. 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli