Fjallafélagið Skráning á póstlista
Við erum á facebook!
Forsíða Ferðir Myndir Leiðalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagið
Fjallafélagið
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnaðarlistar
Jöklaferð
Almenn ferð
Fjallafélagið :: Fréttir :: Vorganga á Keili

Vorganga á Keili


32 tvífætlingar og tveir ferfætlingar voru mættir til leiks þegar gengið var á Keili á fallegum miðvikudegi.  Eins og venjulega er ein helsta raunin við þetta verkefni að keyra hinn afspyrnu leiðinlega og grýtta veg (5-6 km) frá Reykjanesbrautinni að Höskuldsstöðum.  Einn af þessum vegum sem enginn vill bera ábyrgð á.  Ekkert skilti sem vísar á beyjuna af malarveginu inn að Keili, þetta vinsæla einkennisfjall Reykjaness.  Þarna er útbóta þörf.  En hvað um það, gengið var af stað á svo til snjólausri jörð í gegnum hvasst hraunið að fjallinu en það er um 2,5 km leið.  

Uppgangan gekk vel í alla staði.  Örlítið laust undir fót efst í mesta brattanum.  Hitastigið var í kringum 5 stig og hæg gola úr suðri, mjög þægilegt gönguveður.  Toppnum var náð eftir rúmlega klukkustundar göngu.  Gangan í heild tók um 2 klst og 15 mínútu.  Vegalengd 7,8 km.  Hressandi vorganga og ekki laust við að smá spenna væri í hópnum fyrir laugardagsgönguna sem var framundan á sjálft Heiðarhorn í Skarðsheiði. 

Myndir eru á myndasíðum.  

 

or   Sjá allar fréttir
Skilaboð
milli
Fjallafélagið ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli