Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Af stađ!

Af stađ!


Rúmlega fimmtíu þátttakendur eru nú skráðir í fjallgönguáskorun Fjallafélagsins sem hófst núna í vikunni.  Árið fer vel af stað og er hópurinn nú þegar farinn að slípast saman eftir tvær fyrstu göngurnar.  Það er sérstaklega ánægjulegt að góður hópur er að taka þátt  göngum Fjallafélagsins annað árið í röð; og nokkrir það þriðja og nokkrir fjórða árið í röð!  Við fjararstjórarnir erum auðvitað mjög þakklátir fyrir það en ekki síður heppnir að hafa svona góða ferðafélaga með okkur.  

Fyrsta gangan var á Helgafell í Mosfellsbæ (215 m.) síðastliðinn miðvikudag þar sem 45 voru mættir til leiks.  Gengið var hefðbundna leið á toppinn sem var rétt rúmlega hálftíma hressingarganga.  Suðaustanáttin var farin á láta til sín taka en það aftraði ekki hópnum að lengja gönguna og var ákveðið að ganga niður Skammadalinn norðan megin og þaðan niður á göngustíginn sem liggur meðfram Þingvallavegi.  Flott fyrsta ganga. 

Síðastliðinn laugardag var svo Búrfellsgjá gengin, skundað var upp á Búrfell og niður hinum megin og haldið á Húsfell (288 m.).  Fjallið er hæsta fjall Garðabæjar, þ.e. sá hluti þess sem er innan bæjarmarkanna því Garðbæingar deila fjallinu að hluta með Kópavogi. Hópurinn passaði sig þó á því að halda sig Garðabæjarmegin!  Ekki var hægt að kvarta undan veðrinu, hiti um frostmark og hægur vindur úr vestri.  Heppnin var með okkur því við vorum á milli lægða; síðar sama dag var komin suðaustan stormur með hláku um allt sunnanvert landið.  

39 Fjallafélagar voru mættir til leiks á Húsfell en gangan mældist alls 9,8 km og tók sléttar 3 klukkustundir.  Myndir eru á myndasíðum

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli