Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: FJALLAFITT námskeiđ (myndir)

FJALLAFITT námskeiđ (myndir)


Síðasta æfingin í FJALLAFITT námskeiðinu fór fram þann 16. júní  síðastliðinn.  Námskeiðið heppnaðist mjög vel og voru æfingar haldnar einu sinni í viku í 10 vikur í Heiðmörk, Úlfarsfelli og Esju en síðasta æfingin fór fram í  Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Þátttakendur stóðu sig allir gríðarvel og tóku framförum með hverri viku sem leið.  

Engin æfing var eins en þær samanstóðu af ýmis konar skipulögðum brekkuæfingum; hraðri fjallgöngu, brekkusprettum, on/off lotum, boðhlaupi svo eitthvað sé nefnt.  Lögð var sérstök áhersla á jógateygjur í lok æfinga sem í senn styrkja helstu álagssvæði og auka liðleika.  Það var frábært að enda æfingar á að róa hugann og líkamann út í fagurri náttúrunni sem er allt í kringum okkur á höfuðborgarsvæðinu. 

Fjallafélagið þakkar þátttakendum fyrir frábæra samveru síðustu vikur.  Mikil ánægja var með námskeiðið og hyggst Fjallafélagið bjóða upp á námskeiðið aftur næsta vor.  

Myndir af námskeiðinu er að neðan.  

or   Sjá allar fréttir

+ Myndir

                 
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli