Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Lengri leiđin á Hengil

Lengri leiđin á Hengil


Síðastliðinn laugardag var Hengill á dagskrá Fjallafélagsins.  Ekki var unnt að ganga frá Nesjavallavegi þannig að ferðin hófst í staðinn við Hellisheiðarvirkjun.  Sú leið er lengri en vel þess virði þar sem gengið er um einstakt umhverfið; stórbrotið landslag með jarðhita, skemmtilegum móbergsjarðmyndunum og góðu útsýni í allar áttir. 

En það er af sem áður var við upphafsreit göngunnar.  Þetta svæði var algerlega ósnortið hér á árum áður og mikil paradís fyrir útivistarfólk að ógleymdu skíðasvæðinu í Hamragili.  Núna eru mannvirki Hellisheiðarvirkjunar í aðalhlutverki og hávaðinn úr borholunum þannig að það er á mörkunum að fararstjórar gætu talað við hópinn sem taldi 38 þennan dag.  Gnauðið eltir göngumann lengi vel eftir að fjallgangan hefst.  Þetta er breytt frá þeim degi þegar Haraldur Örn fór í sína fyrstu útilegu á eigin vegum en þá lá leið hans ásamt félaga sínum inn að hverasvæðinu í Innstadal.  Síðan var gengið á Hengilinn.  Þeir voru 12 ára. 

Hópurinn hóf gönguna með því að ganga upp nokkuð bratta brekku sem leiðir göngufólk upp í Sleggjubeinsskarð.  Þegar upp á brúnina er komið opnast endilangur Innstidalur sem leiðir mann inn í heillandi fjallasal.  Snjórinn var nokkuð blautur sökum hlýinda síðustu daga en án þess þó að tefja för.  Gengið var rösklega þangað til nestisstopp var tekið við gamla skálann sem stendur rétt við fornfrægan hver sem margir þekkja.  Þetta er vinsæll áningarstaður fjallamanna og var mikið stundaður af gönguskíðafólki hér áður fyrr.  

Eftir gott stopp og sögustund spjall var haldið upp brattann, yfir hjalla og höft þangað til hópurinn stóð á toppi Hengilsins eftir u.þ.b. 2,5 klst göngu.  Hann nefnist Skeggi eða Vörðuskeggi og er 815 m hár.  Veðurguðirnir höfðu lofað að það myndi birta til um hádegisbilið en eitthað lét það standa á sér.  Þokuslæðan neitaði að hopa af toppnum.  Eftir stutt stopp á toppnum var ákveðið taka aðra leið til baka, þá sem liggur eftir vestanverðum fjallshryggnum.  Greiðlega gekk að leiða hópinn þessa leið en höggva þurfti þó spor í fyrstu brekkunni eftir að hópurinn yfirgaf toppinn.  Á þessari leið er nauðsynlegt að hafa viðeigandi jöklabúnað í harðfenni.  

Göngunni lauk eftir 5 klst. og 5 mínútur.  Alls voru gengnir 13,6 km þennan dag sem skildi eftir gleði og vellíðan meðal Fjallafélaga.  

Myndir úr ferðinni eru á myndasíðum

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli