Fjallafélagiđ Skráning á póstlista
Viđ erum á facebook!
Forsíđa Ferđir Myndir Leiđalýsingar Haraldur Örn Fjallafélagiđ
Fjallafélagiđ
Um okkur
Skilmálar
Fréttir
Búnađarlistar
Jöklaferđ
Almenn ferđ
Fjallafélagiđ :: Fréttir :: Dýrđardagur á Heklu

Dýrđardagur á Heklu


Sunnudaginn 21. apríl héldu tæplega fimmtíu fjallaspírur á Heklu, drottningu íslenskra fjalla.  Ferðinni hafði verið frestað um einn dag vegna veðurs og uppskar hópurinn fádæma veðurblíðu og fegurð.  Þetta var 14. gangan í 10.000 metra áskoruninni og er uppsöfnuð hæðarhækkun komin yfir 7.000 metra; vel af sér vikið það!  Dagar eins og þessi eru eins konar umbun fyrir þá daga þar sem veðrið er óskemmtilegt.  

Lagt var í hann í glampandi sólskini frá veginum sem liggur inn að Skjólkvíum.  Talsvert hafði snjóað daginn áður og var því ekki unnt að keyra alla leið á hefðbundinn byrjunarstað.  Lengdist gangan við þetta um tæpa sex kílómetra og endaði í tæpum 20 km vegalengd.  Fyrst var gengið á jafnsléttu með Skjólkvíahraun og Hringlandahraun á hægri hönd þangað til sveigt var til vinstri og lagt á brattann upp norðurhrygg fjallsins.  

Haraldur Örn leiddi hópinn og tróð slóð í snjóinn sem var frekar léttur í sér og gaf eftir í fyrstu sporunum.  Færið þéttist í efri hluta fjallsins og var auðveldara yfirferðar.  Eftir tæplega fjögurra klukkustunda göngu var hópurinn samankomin á toppnum þar sem hitinn úr iðrum jarðar setur svip sinn á umhverfið.  Fólk naut veðurblíðunnar og óhindraðs útsýnis í dágóða stund á toppnum þar til haldið var til baka.  Dyrnar ofan í helvíti fundust ekki þrátt fyrir leit. 

Niðurstaðan: sannkallaður draumadagur á fjöllum.  Tæpir 20 km gengnir á sjö og hálfri klukkustund.  Hæðarhækkun um 1.075 metrar.  

Sjá myndir á myndasíðum.

 

or   Sjá allar fréttir
Skilabođ
milli
Fjallafélagiđ ehf
milli
Kt. 560909-1010
milli
fjallafelagid@fjallafelagid.is
milli
milli milli