Það var sannkölluð vorblíða þegar 10 þúsund metra kempurnar héldu á Vífilsfell á fallegu miðvikudagskvöldi. Apríl kominn á dagatalið og vor í lofti. Allir sennilega svolítið fegnir að þurfa ekki að takast á við hvassviðri og myrkur eins og fylgir stundum vetrarfjallgöngum við íslenskar aðstæður.
Gangan tók tæpar 3 klst í heildina og hæðarhækkunin var 420 metrar. Smellið hér til að skoða myndir úr göngunni.