Yfir Vatnajökul á skíðum

26.5.2022

Ganga yfir Vatnajökul er eitt af stóru ævintýrunum sem lifir með manni ævilangt. Fegurðin á þessum stærsta jökli Evrópu að vori er einstök. Þessi ferð er farin á skíðum um Hvítasunnu og verður gengið yfir jökulinn frá norðri til suðurs. Gangan hefst við Hveradal í Kverkfjöllum og gengið er yfir á Skálafellsjökul þar sem gangan endar. Alls er gangan 70 kílómetrar og verður farin á þremur dögum. Að meðaltali eru því gengnir 23 kílómetrar á dag. Um er að ræða nokkuð krefjandi jöklaleiðangur þar sem sofið verður tvær nætur í tjöldum og er farangur dreginn á sleðum. Þátttakendur verða að vera í góðu gönguformi og hafa náð tökum á gönguskíðum. Fjallafélagið býður upp á námskeið til undirbúnings fyrir ferðina.

Þátttakendur fara á eigin bílum upp að Skálafellsjökli þar sem áður var Jöklasel. Fara þarf á jeppa eða góðum jepplingi síðasta kaflann en hægt verður að fá far þennan hluta. Mæting við jökulinn er að morgni fimmtudagsins 26. maí (uppstigningardagur). Hópurinn ásamt farangri verður fluttur á jeppum yfir jökulinn í Kverkfjöll þar sem gangan hefst.

Ítarlegur búnaðarlisti verður sendur þátttakendum í tölvupósti en á honum er m.a. utanbrautar gönguskíði, skíðaskór, stafir, púlka, svefnpoki dýna, tjald, prímus, fatnaður og nesti. Miðað er við að tveir þátttakendur sameinist um tjald og prímus.

Fararstjóri: Örvar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fjallafélagsins.

Hámarksfjöldi: 16

 

 

TÍMALENGD

3 dagar

TEGUND FERÐAR

Skíðaleiðangur

INNIFALIÐ

Leiðsögn, akstur frá Skálafellsjökli í Jökulheima

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

140.000

Availability: In stockProduct price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Fimmtudagur 26. maí 2022

Þátttakendur hittast að morgni við Skálafellsjökul. Ekið er þangað á eigin bílum. Miðað er við að ekið sé austur seinnipartinn á föstudeginum. Ekið í Kverkfjöll. Eftir að hafa skoðað Hveradal er lagt af stað yfir jökulinn og gengnir um 23 km. Tjaldað fyrri nóttina á jöklinum.

Föstudagur 27. maí 2022

Eftir orkuríkan morgunmat og frágang á tjöldum og öðrum búnaði er haldið áfram yfir jökulinn. Gengnir um 23. km. Í lok dags er tjaldað í seinna skipti á jöklinum.

Laugardagur 28. maí 2022

Haldið er áfram suður yfir jökulinn og niður Skálafellsjökul þar sem gangan endar við jökuljaðarinn.

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.