Yfir Vatnajökul á skíðum

11.6.2022

Ganga yfir Vatnajökul er eitt af stóru ævintýrunum sem lifir með manni ævilangt. Fegurðin á þessum stærsta jökli Evrópu á bjartasta tíma ársins er einstök. Gengið verður yfir jökulinn frá Jökulheimum að Skálafellsjökli, alls 120 kílómetrar. Að meðaltali eru gengnir um 20 kílómetrar á dag og er gert ráð fyrir að gangan sjálf taki 6 daga. Um er að ræða krefjandi jöklaleiðangur þar sem sofið verður í tjöldum og er farangur dreginn á sleðum. Þátttakendur verða að vera í góðu formi með góða reynslu af lengri fjallgöngum og/eða skíðaferðum.

Fararstjóri: Haraldur Örn Ólafsson stofnandi Fjallafélagsins.

TÍMALENGD

7 dagar

TEGUND FERÐAR

Skíðaleiðangur

INNIFALIÐ

Leiðsögn, akstur til og frá Rvk og gisting í Grímsvötnum

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

150.000

Availability: In stockProduct price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

  1. Dagur: Ekið í Jökulheima og gengnir um 15 km. upp á jökulinn
  2. Dagur: Gengið um 15 km. í átt að Grímsvötnum og gist í tjaldi á jöklinum
  3. Dagur: Gengnir um 15 km. í Grímsvötn og gist þar í skála
  4. Dagur: Gengnir um 25 km. og gist í tjaldi
  5. Dagur: Gengnir um 25 km. og gist í tjaldi
  6. Dagur: Gengnir um 25 km. niður Skálafellsjökul þar sem bíll bíður okkar. Ekið til Reykjavíkur.
  7. Aukadagur ef bíða þarf af sér veður.

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.