FJALLAFERÐ

Fjallageitur er nýjung á Íslandi í heilsueflandi útivist en hér er fléttað saman útivist annars vegar og styrktar- og þolæfingum hins vegar. Boðið er upp á þrjár æfingar í viku, tvo líkamsræktartíma og einn útivistarviðburð.

Það sem einkennir Fjallageitur I:

 • Lítill hópur, hámarksfjöldi er 25 manns
 • Áhersla á góða stemmningu í þéttum útivistarhóp
 • Með litlum hóp næst fram persónulegri tenging og betri upplifun
 • Spennandi göngudagskrá um íslenska náttúru
 • Markviss og persónuleg þjálfun sem byggir á hugmyndafræði Base Camp Training
 • Æfingakerfið er hannað fyrir útivistarfólk

Ótímabundið

Gönguhópur

39.000 kr. á mán.

Fjallageitur I hentar þeim sem vilja ganga rólega í íslenskri náttúru og njóta augnabliksins. Fyrir þá sem vilja fara hraðar bendum við á Fjallageitur II og Fjallageitur III.

Fjallageitur er mánaðarleg áskrift að útivist og líkamsrækt. Hópurinn er starfandi allt árið en frí er í júlí og hálfan desember. Dagskráin á vormisseri er hér fyrir neðan

Útivistarverkefnin eru annan hvern fimmtudag og annan hvern sunnudag. Base Camp æfingarnar í World Class Laugum eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7:15.

Base Camp æfingakerfið er hannað fyrir útivistarfólk með það fyrir augum að koma fjallageitum í toppform og byggja upp grunn til að stunda útivist. Útivistarfólk þarf að stunda alhliða líkamsrækt til að hafa styrk og liðleika en einnig til að forðast verki og meiðsli. Tímarnir eru lokaðir fyrir Fjallageitur I og hámarksfjöldi í sal er 25 manns. Þjálfunin er einstaklingsbundin svo að hver þátttakandi nái hámarks árangri á sínum forsendum. Einblínt er á árangur en ekki ákafa og þannig er hætta á meiðslum lágmörkuð. Við leggjum áherslu á góða stemmningu og samheldni hópsins. Tímarnir fara fram í World Class Laugum á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 7:15. Hver tími er 50 mínútur.

 1. Langar þig til að styrkja stoðkerfi líkamans?
 2. Langar þig til að auka styrk?
 3. Viltu öðlast betra úthald?
 4. Langar þig til að bæta jafnvægið og auka hreyfifærni?
 5. Langar þig til að auka liðleika?

Ef svarið er  við þessum spurningum þá er Base Camp æfingakerfið fyrir þig!

Base Camp æfingakerfið er sérstaklega hannað til að styðja við alla ofangreinda þætti iðkenda í líkamsrækt. Nú býðst þér að taka þátt í Base Camp og njóta þess að komast þitt besta form!  Þjálfari stýrir æfingum og veitir persónulega ráðgjöf út frá forsendum hvers og eins. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta, æfa og njóta.

Grunnstoðirnar fimm

 1. Stoðkerfið – Unnið er sérstaklega með kjarnaæfingar (core) og liðir líkamans styrktir markvisst (hné, mjaðmir, bak, kviður og axlarliðir).
 2. Styrkur – Unnið er með fjölbreyttar styrktaræfingar þar sem notast er við lóð, TRX bönd, bjöllur og eigin líkamsþyngd.
 3. Úthald – Boðið er upp á úthaldsæfingar í tækjum; róðravélar, æfingahjól og þrekæfingar með bjöllum, kössum og á gólfi.
 4. Jafnvægi og hreyfifærni – Jafnvægisæfingar eru unnar á sérstökum jafnvægisbrettum. Einnig eru fjölbreyttar útfærslur hreyfifærniæfinga á gólfi.
 5. Liðleiki – Fjölbreyttum teygjuæfingum er fléttað inn í æfingakerfið og einnig er gefinn tími í teygjuæfingar í lok hvers tíma.

Æfingakerfið miðar að því að blanda saman því besta úr líkamsrækt, styrktar- og þolþjálfun, jafnvægisæfingum og teygjum. Við ábyrgjumst að þú munt upplifa mikla breytingu við að stunda Base Camp æfingar og lofum endurgreiðslu ef þær eru ekki að skila þér árangri. Við hjá Fjallafélaginu erum sannfærð um að þetta sé besta kerfið sem völ er á í dag fyrir alla sem stefna á toppinn á tindum hérlendis sem erlendis. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Fjallageitur er í mánaðarlegri áskrift og kostar hver mánuður kr. 39.000. Greitt er í byrjun hvers mánaðar. Engin binding er í áskriftinni og er hægt að segja henni upp fyrir hver mánaðamót. Ekki er greitt fyrir júlí og hálfan desember þegar Fjallageitur fara í frí. Smelltu á “Skrá mig” til þess að kaupa áskrift en fyrsta rukkun er í byrjun mars.

 • Leiðsögn og kennsla í útivistarverkefnum
 • Lokaðar Base Camp Training æfingar
 • Leiðsögn og kennsla í útivistarverkefnum
 • Lokaðar Base Camp Training æfingar