Skíðabandalagið

Feb.-Apríl

Kynningarfundur á Facebook-síðu Fjallafélagsins mánudaginn 21. febrúar kl. 20. Smellið HÉR

Skíðabandalagið

Skíðabandalag Fjallafélagsins er hópur fyrir fólk sem veit fátt skemmtilegra en að ganga á ferðaskíðum í ótroðnum snjó. Fjallafélagið býður nú aftur upp á Skíðabandalagið en það fór í margar skemmtilegar ferðir síðasta vetur. Farnar verða fjórar dagsferðir en fimmta ferðin er púlkuferð þar sem við gistum í tjaldi í eina nótt. Dagsferðirnar hefjast kl. 10 og taka yfirleitt 2 til 4 klst.

Skíðabandalagið er frábær undirbúningur fyrir þá sem vilja fara í lengri ferðir, t.d. yfir Vatnajökul en við bjóðum upp á tvær slíkar ferðir í vor:

Yfir Vatnajökul 7 dagar – 11. júní

Yfir Vatnajökul 3 dagar – 26. maí

Ferðaskíði – hvað er það?

Ferðaskíði eru utanbrautar gönguskíði með stálköntum sem henta vel til göngu í ótroðnum snjó. Skíðin eru breiðari og þyngri en brautarskíði enda ætluð til að höndla mismunandi færi og fjölbreyttar aðstæður, s.s. heiðarlönd, fjalllendi, jökla o.sv.frv. Þetta sport opnar mikla ferðamöguleika þar sem maður er óháður troðnum brautum. Í raun þarf bara að finna snjó og þá er ævintýrið framundan!

Hvaða búnað þarf?

Í ferðum Skíðabandalagsins þarf að hafa ferðaskíði, vatnsþétta skíðaskó, stafi og hefðbundinn fatnað til vetrargöngu. Farið verður sérstaklega yfir nauðsynlegan búnað fyrir púlkuferðina.

Fyrir hverja?

Skíðabandalagið hentar þeim sem hafa grunn á gönguskíðum og hafa náð ágætum tökum á rennsli á ferðaskíðum. 

Skipulag

Greinargóðar upplýsingar eru sendar í tölvupósti fyrir allar ferðir. Fólk ferðast á eigin bílum í ferðirnar. Í einhverjum tilvikum gæti þurft að gera breytingar á dagskrá eða staðsetningu vegna snjóalaga eða veðurs. 

Bókanir

Smelltu á “Greiða ferð” til þess að ganga frá greiðslu með korti. Ef skrá á fleiri en tvo aðila þarf að fara aftur í gegnum greiðsluferlið. Þátttökugjald er 35 þúsund og eru allar fimm ferðirnar innifaldar. 

Fararstjórar

Umsjónarmenn Skíðabandalagsins eru Guðrún Ragna Hreinsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Báðar hafa þær mikla reynslu af ferðaskíðum og útivist í vetraraðstæðum. Þær hafa m.a. þverað Vatnajökul tvisvar og hafa leiðsagt hópum á vegum Fjallafélagsins. Guðrún Ragna hefur ferðast víða innanlands og utan með Fjallafélaginu síðan árið 2015 og Þóra starfaði á árum áður sem leiðsögumaður í ítölsku Ölpunum. Það er alltaf gaman á skíðum með þeim stöllum!

 

 

TÍMALENGD

3 mánuðir

TEGUND FERÐAR

Ferðaskíði

INNIFALIÐ

Leiðsögn

ERFIÐLEIKASTIG

VERÐ

35.000 kr.

Availability: In stock

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Skíðabandalagið mun fara í fjórar flottar dagsferðir og eina púlkuferð þar sem gist er í tjald í eina nótt:

19. febrúar – Laugardagur:  Laugvarvatnsvellir/Lyngdalsheiði

5. mars – Laugardagur:  Hengilssvæðið

19. mars – LaugardagurHoltavörðuheiði 

2. apríl – Laugardagur: Bláfellsháls

23. – 24. apríl – Laugardagur-Sunnudagur:  Púlkuferð að Fjallabaki

SKRÁNING Í PRUFUTÍMA

Við bjóðum upp á frían prufutíma fyrir áhugasama. Fylltu út formið hér fyrir neðan og haft verður samband við þig varðandi næsta lausa tíma.