Skíðabandalagið

janúar-apríl

Skíðabandalagið er hópur á vegum Fjallafélagsins fyrir fólk sem veit ekkert skemmtilegra en að ganga og/eða renna sér á skíðum í ótroðnum snjó til fjalla. Við nýtum hvert tækifæri um helgar til að fara á skíði hvort sem það eru ferðaskíði eða fjallaskíði.

  • Skíðað verður um helgar þegar skíðafæri og veður leyfir
  • Tímabil 5. desember til 11. apríl
  • Vetrarútilega, gist í tjaldi á snjó
  • Búnaðarkvöld
  • Vax-kvöld
  • Vídeó-kvöld
  • Sértilboð á búnaði og leigu
  • Afsláttur af ferðum Fjallafélagsins

Ferðir eru farnar laugardag eða sunnudag þær helgar sem skíðafæri og veður leyfir. Upplýsingar um ferð helgarinnar sendar út á fimmtudegi og ræður veðurspá hvorn helgardaginn er farið út að skíða. Ferðirnar eru í innan við í klukkustundar aksturfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Tímabil Skíðabandalagsins er 5. desember til 11. apríl en þó verður ekki ferð um páskahelgina. Við bendum á Skíðahátíð Fjallafélagsins á Siglufirði 16. til 18. apríl.

Skíðabandalagið hentar þeim sem hafa ákveðinn grunn á skíðum. Byrjendum er bent á námskeið Fjallafélagsins.

Ferðaskíði eru utanbrautar gönguskíði með stálköntum sem henta vel til göngu í ótroðnum snjó. Í göngur Skíðabandalagsins þarf að hafa vatnshelda skíðaskó, stafi og hefðbundinn fatnað til vetrargöngu. Dæmi um skíðaferðir sem Skíðabandalagið áformar að fara er um Mosfellsheiði, Hengilssvæði, Þrengsli, Bláfjöll, Þingvellir, Kaldidalur og Lyngdalsheiði.

Í fjallaskíðaferðir þarf að hafa fjallaskíði, skinn, skíðabrodda, skíðaskó, stafi, skóflu, ýli, snjóflóðastöng, hjálm, skíðagleraugu, hentugan fatnað, nesti og drykki. Einnig er velkomið að mæta í ferðir á splitboard. Ekki verður farið í fjallaskíðaferðir þegar snjóalög eru talin ótraust til fjalla. Dæmi um fjallaskíðaferðir sem Skíðabandalagið áformar að fara er Móskarðshnjúkar, Skálafell, Bláfjöll, Hengill og Botnssúlur. Haraldur Örn Ólafsson stofnandi Fjallafélagsins mun skipuleggja fjallaskíðaferðirnar.

Þátttakendur geta valið milli ferðaskíða eða fjallaskíða eða stundað bæði sportin. Skráning veitir aðgang að öllum ferðum á vegum Skíðabandalagsins.

Göngur á ferðaskíðum eru 2-4 tímar.

Ferðir á fjallaskíðum eru 2-6 tímar.

Umsjónarmenn Skíðabandalagsins eru Erlendur Pálsson, Gunnar Ingi Halldórsson, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Guðrún Ragna Hreinsdóttir, Ragna Lára Ellertsdóttir og Þóra Tómasdóttir.

TÍMALENGD

2-6 klst.

TEGUND FERÐAR

Ferðaskíði og fjallaskíði

INNIFALIÐ

Leiðsögn, búnaðarkvöld, afsláttur

ERFIÐLEIKASTIG

ALMENNT VERÐ

35.000 kr.

FJALLAFÉLAGAR

29.750 kr.

Product price
Additional options total:
Samtals:

DAGSKRÁ

Skíðað verður laugardag eða sunnudag þegar skíðafæri og veður leyfir á tímabilinu 5. desember til 11. maí

Fimmtudagur í janúar 2021: Búnaðarkvöld

Fimmtudagur í febrúar 2021: Vax-kvöld

Fimmtudagur í mars 2021: Vídeó-kvöld

MYNDIR

GERAST FJALLAFÉLAGI